Vond könnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Geir H. Haarde Ég dreg enga dul á það að könnun Félagsvísindastofnunar í Reykjavík suður og birt var í kvöld er ekki góð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæmi formanns flokksins. Mæling af þessu tagi mun ekki verða viðunandi útkoma. Reyndar er þetta mikið frávik frá t.d. könnunum Gallups í þessu kjördæmi.

Aðeins eru nokkrir dagar síðan að birtist könnun sem sýndi Sjálfstæðisflokkinn með yfir 40% fylgi þar og ekki langt frá kjördæmadegi Rásar 2 þar sem sama staða birtist með áberandi hætti. En það ber að sjálfsögðu að taka þessa könnun alvarlega. Þetta er mjög vond mæling og afgerandi merki þess að það er ekkert gefið fyrir Sjálfstæðisflokkinn í þessum kosningum.

Það verður að berjast fyrir hverju einasta atkvæði og vinna vel til að landa sigri aðfararnótt 13. maí. Það segir þessi könnun okkur sjálfstæðismönnum. Það verður að horfast í augu við vondar mælingar og það geri ég hiklaust. Þetta er umhugsunarverð mæling, en ég hef fulla trú á að félagar mínir í Reykjavík undir forystu forsætisráðherrans fari mun hærra en þetta.

Ég hef haft lítinn tíma til að skrifa í kvöld. Ég mun skrifa nánar um þessa könnun með sama hætti og aðrar kjördæmakannanir Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2 fljótlega.

mbl.is VG bætir við sig í Reykjavík suður samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Já vissulega er þetta vond könnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn í einu af sterkasta kjördæmi flokksins, kjördæmi sjálfs formannsins, enda yrði lækkun frá mjög lélegum úrslitum fyrir D fyrir fjórum árum auðvitað hroðaleg niðurstaða fyrir flokkinn. Góðu fréttirnar (fyrir mig allavega) eru þær að vinstri flokkarnir V og Seru með nær 50% fylgi í kjördæminu, þó þetta sé venjulega veikara kjördæmið í Reykjavík fyrir flokkana. Þetta yrðu auðvitað frábær úrslit ef yrðu, ríkisstjórnin væri klárlega fallin og við mættum eiga von á VS meirihluta í borgarstjórn eftir 3 ár.

Guðmundur Auðunsson, 26.4.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband