Verður Páll hjá Landsvirkjun í aðeins eitt ár?

Páll Magnússon Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, er orðinn stjórnarformaður Landsvirkjunar. Fái Framsóknarflokkurinn skellinn mikla eftir 16 daga sem kannanir hafa sýnt lengi og hann missi völdin verður strax farið að spyrja sig að því hver verði eftirmaður Páls í þessum mjúka stól valda og áhrifa. Þá kæmi til sögunnar nýr iðnaðarráðherra með aðrar áherslur og úr öðrum flokki og ráðherrar úr öðrum áttum. Sá ráðherra myndi líta í aðrar áttir eftir formanni hjá Landsvirkjun í aðdraganda nýs aðalfundar. Það blasir við öllum.

Ég skil ekki þessa fléttu hjá Framsókn. Hún lítur frekar undarlega út í sannleika sagt. Hverju mun Páll áorka hjá Landsvirkjun færi það svo að hann yrði bara í ár í þessum stól? Hvernig verður jafnvel fyrir hann að vinna með ráðherra úr öðrum flokki, enda engin trygging fyrir því að Framsókn verði áfram í ríkisstjórn. Þetta er flétta sem kemur óvænt. Ég taldi að Jóhannes Geir yrði áfram þetta eina ár og svo myndi nýr ráðherra með sterkt umboð eftir kosningar taka af skarið.

En þetta er mjög athyglisvert allt saman. Það verður athyglisvert að sjá hvað verður um Pál, hvort hann verði bara í ár í þessum stól. En, Páll er greinilega mikils metinn hjá formanni Framsóknarflokksins og gamla Halldórsarminum. Þessi flétta þarf varla að koma að óvörum þrátt fyrir allt sé litið í innsta kjarna Framsóknar. En eftir stendur hinsvegar spurningin; verður Páll hjá Landsvirkjun í aðeins eitt ár? Svar fæst von bráðar svosem.

mbl.is Páll Magnússon stjórnarformaður Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er fjármálaráðherra sem fer með eignarhluti í félögum og fyrirtækjum ríkisins og útnefnir stjórnir. Þannig að því sé til haga haldið. Þetta er sem sagt hann Árni þinn úr Hafnarfirðinum...

Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 16:41

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

ég hefði nú viljað sjá gamla kennarann minn áfram sem stjórnarformann, kemur alltaf vel fyrir og vel máli farinn eins og ég þekkti hann best, afbragðskennari, en var þó ekki í því starfi lengi.

Hallgrímur Óli Helgason, 26.4.2007 kl. 18:42

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Gestur: Það var ákvörðun Jóns að Páll færi þarna inn, við skulum ekkert vera að mála hlutina vitlausum litum. Framsókn hefur skipað í þessa formennsku frá árinu 1995. Fyrst var Helga þarna og svo Jóhannes Geir, nú kemur Páll inn. Það vita allir að ákvörðunin var Jóns og það er uppi samkomulag um að Framsókn skipi formann stjórnar.

Annars vil ég að fram komi að ég er ekki að tala niður til Páls Magnússonar. En honum verður eflaust skipt út missi Framsókn völdin eftir kosningar.
 
mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.4.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband