Vandræðalegt mál fyrir Jónínu Bjartmarz

Jónína Bjartmarz Ég verð að viðurkenna að ég varð alveg gapandi hissa í kvöld þegar að ég heyrði fréttir af tengslum Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, og suður-amerískrar konu sem veittur var íslenskur ríkisborgararéttur þrátt fyrir að hún hefði aðeins dvalið á landinu í 15 mánuði á dvalarleyfi námsmanna.

Fram kom í umfjöllun Ríkissjónvarpsins og Kastljóss í kvöld að aðstæður konunnar hefðu verið allt aðrar en þeirra sem fengu íslenskt ríkisfang á sama tíma. Það er alveg ljóst að þetta er mjög vandræðalegt mál fyrir Jónínu, það lítur ekki vel út að mínu mati.

Viðkomandi kona mun vera með lögheimili á heimili Jónínu og vera unnusta sonar hennar. Þetta er mál sem er ekki gott að mínu mati. Tengsl ráðherrans við svona viðkvæmt mál vekur ansi margar spurningar. Það verður að fá svör við þeim með almennilegum hætti tel ég.

mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Kristinsson

nú gerði Jónína mikil mistök,það verður hjakkað á þessu fram að kosningum sem spilling og frammarar hafa  ekki efni á fleiri vafasömum einkavinagreiðum

Haukur Kristinsson, 26.4.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er hræddur um, Stefán, að þú þurfir að setjast niður þann 13. maí næstkomandi til að skrifa minningargrein um blessaða maddömuna hana gömlu Framsókn.

Jóhannes Ragnarsson, 26.4.2007 kl. 21:45

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég er hættur að láta "spillingu" eða valdahroka Framsóknarfloksins koma mér á óvart en meira hissa varð ég að þú skyldir taka þetta upp orðrétt eftir fréttamönnum " kærasta sonar hennar" það heitir á mannamáli að vera tengdadóttir punktur.

Auðvitað sverja nefndarmenn allt af sér enda ekki hægt að sanna neitt á þá og það er málið það er allt orðið leyfilegt í þessu landi ef það er "ekki hægt að sanna neitt" og það er miður.

Sverrir Einarsson, 26.4.2007 kl. 21:48

4 Smámynd: Algjörir sveppir úr Breiðholtinu

Merkilegt að þetta mál skuli ná athygli svona "12 mínútum" fyrir kosingar.

Hitt er annað, samkv hefð meðal "íhaldsamra" pólískra afla, þá mun þetta "ryk" verða hreinsað upp.

Jónína mun ekki víkja, þó að það væri til myndband af henni hringja í Bjarna Ben og biðja um smá aðstoð.

Vei þeim sem kunna ekki muna á siðferði og mafíósastarfsemi.

Merkilegt samt með vini þína í sjallavinabandalaginu, að þegar bjátar á, þá er alltaf gott að grípa til minnisleysis.

Minni á fyrrverandi háskólarektor, sem "mundi bara ekki neitt" þegar hún var beðin um að svara fyrir rétti með stjórnarstörf sem að hún tók að sér.

Flottur ráðherra þar á ferð.

Hvernig var Stefán, var Guðlaugur vinur þinn, einhvern tíma búinn að gefa upp hverjir borguðu prjófkjörið og hvað það kostaði.

Hann var jú ekki búinn að taka það saman...........................

Algjörir sveppir úr Breiðholtinu, 26.4.2007 kl. 21:52

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Man ekki betur en Björn dómsmála hafi staðið að einhverjum "faglegum" ráðningum í Hæstarétt. Og þetta leyfðu menn sér að kalla vinavæðingu!

Minnir að Davíð Oddsson hafi lagt niður Þjóðhagsstofnun ótrúlega fljótt eftir að honum rann í skap við Þórð Friðjónsson. Ótrúlegt hvað margt rifjast upp þegar "pólitísk siðferðiskennd" sjálfstæðismanna losnar úr læðingi.

Árni Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 21:58

6 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Nú segjum við STOP við Framsóknarflokkinn. Útaf með hann. Það liggur við að maður segji að Framsóknarflokkurinn sé "skilgreiningin á spillingu". Ekki má gleyma Landsvirkjun sem var fyrr í fréttatímanum.

Ólafur Guðmundsson, 26.4.2007 kl. 22:01

7 Smámynd: Kristján Pétursson

Þessi gjörningur virðist vera brot á viðkomandi lögum um ríkisborgarrét.Hins vegar hefði verið hægt að framlengja dvalarleyfi viðkomandi hefðu mjög ríkar ástæður verið fyrir hendi.Dómsmálaráðhr.hlýtur að hafa komið að þessu máli,sem æðsti maður Útlendingarstofnunar.Eru tveir ráðherrar komnir í vandræði út af þessu máli ? Undanþágur frá lögunum gefa mjög slæmt fordæmi,sem erfitt verður fyrir yfirmann Útlendingastofnunar að standa andspænis.Það eru svo margir,sem bíða eftir ríkisborgararétti af ýmsum ástæðum,sum þeirra mála virðast vera hrein mannéttindamál.

Kristján Pétursson, 26.4.2007 kl. 22:07

8 Smámynd: Oddur Ólafsson

Hvað var Bobby Fischer aftur búinn að dvelja lengi á landinu þegar hann var gerður að ríkisborgara?  Ég hef aldrei orðið fyrir jafnmiklum vonbrigðum með Alþingi eins og þá.  Skammaðist mín virkilega fyrir að vera Íslendingur.  Þetta mál er neyðarlegt, en ætli þessi stúlka sé ekki bara besta skinn og eigi allt gott skilið?

Oddur Ólafsson, 26.4.2007 kl. 22:17

9 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Manni verður hugsað til Dorit, sem er kona forsetans.  Þeim fannst sjálfsagt að virða lögin í landinu.  Í mínum huga er þetta enn eitt dæmið um hnignun siðgæðis og valdahroka að þykjast yfir lögin hafin.

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.4.2007 kl. 22:27

10 Smámynd: Gústaf Níelsson

Slæmt hvað lá á með ríkisfangið. Ég vona bara að hún láti sig ekki hverfa stúlkukindin þegar vegabréfið er fast í hendi.

Gústaf Níelsson, 27.4.2007 kl. 00:56

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þið hafið misskilið þetta mál. Stúlkan er trúlega skáksnillingur. En Framssókn er Cosa Nostra og það hefur verið sagt oft áður. Basl og Biðraðaflokkurinn verður að taka sér hvíld nú!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.4.2007 kl. 02:53

12 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Framsókn bara fær það ósmurt frá X-Dominatrix enn eina ferðina. Þið sjáið, það eru ekki allir jafnir frammi fyrir Dao..

Steinn E. Sigurðarson, 27.4.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband