Nýr forstjóri hjá Glitni - hvað mun Bjarni gera?

Lárus Welding Þetta hefur verið dagur hinna stóru tíðinda hjá Glitni. Á hluthafafundi í dag voru kynntir til sögunnar nýr forstjóri og stjórnarformaður sem marka þar nýtt upphaf. Bjarni Ármannsson er að hætta störfum eftir farsælt starf fyrir Íslandsbanka og Glitni í áratug, en hann hefur einn af mest áberandi viðskiptamönnum landsins og telst án vafa stór þáttur í velgengni þess sem þar hefur verið gert.

Val eftirmannsins kom mörgum að óvörum, enda er Lárus Welding, nýr forstjóri Glitnis, nýr í sviðsljósinu, en hefur þó verið í bransanum um nokkuð skeið. Hann var yfirmaður Landsbankans í London og hefur því umtalsverða reynslu nú er hann er settur yfir bankaveldið í SÍS-musterinu forna á Kirkjusandi.

Það hafði verið mikil umræða um uppstokkunina hjá Glitni á netinu. Talað var síðustu vikurnar um lokaspil valdaátaka þar og þeirra hrókeringa sem fylgdu því er nýjir eigendur komu til sögunnar sem boðaði nýja tíma þar innanborðs. Það er ekki óeðlilegt að Bjarni Ármannsson líti í aðrar áttir við þau kaflaskil og telji rétt að taka hatt sinn og staf - velji sér annan vettvang í bransanum.

Bjarni Ármannsson hefur eins og fyrr segir hér í dag verið mjög farsæll í bransanum allt frá því að hann var yfirmaður Kaupþings fyrir rúmum áratug. Það verður vel fylgst með því hvað hann ákveður að taka sér fyrir hendur eftir að hann hefur sett eftirmann sinn inn í verkin á Kirkjusandi.

mbl.is Lárus tekur við af Bjarna sem forstjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Milestone, með Karl Wernerson í broddi fylkingar, er þessa dagana að festa sér Invik & Co. AB, fyrirtæki sem er metið eftir viðskiptin á rúma 70 milljarði króna. Það vill svo skemmtilega til að á bak við viðskiptin er að miklum hluta hagnaður sem Milestone innleysti með sölunni á Glitni.

Vantar þá ekki góðan mann til að stýra vaxandi umsvifum Wernersystkina á erlendri grundu? Hvort sem Bjarni leysir Tryggva Þór af hólmi sem forstjóri Aska Capital eða tekur með öðrum hætti þátt í útrás systkinanna, þá finnst mér það borðliggjandi að þangað liggi leiðin. Sjáum til hvort ég reynist ekki sannspár...

Kallaðu mig Komment, 30.4.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Gunnar Þór: Tek heilshugar undir þetta. Brotthvarf Bjarna frá Glitni er áfall fyrir fyrirtækið. Það er alltaf áfall fyrir fyrirtæki að missa aflaskipstjóra sem kemur með vænan afla að landi túr eftir túr.

Komment: Athyglisverðar pælingar, þakka þér fyrir þær. Tek undir þetta, tel að þetta sé veruleiki mála.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.4.2007 kl. 23:01

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég er alveg búin að ákveða hvað Bjarni á að gera.....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 1.5.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband