2.5.2007 | 13:53
Þarf að óttast hlutverk forseta við stjórnarmyndun?
Síðustu daga hafa spunnist umræður um stöðu forseta Íslands við stjórnarmyndanir. Mér finnst ekki viðeigandi að gera lítið úr því hlutverki forseta. Í því ljósi voru skrif Ástu Möller, alþingismanns, mjög óheppileg að mínu mati og sást vel í vandræðalegu viðtali við hana í gær á Stöð 2 að þetta eru skoðanir sem halda engu vatni. Það er vissulega eitt að hafa þá skoðun að forseti sé umdeildur en staða hans sem verkstjóra við stjórnarmyndun er afgerandi.
Það hefur þó ekki reynt á stöðu forseta við stjórnarmyndun frá árinu 1987, en þá féll ríkisstjórn í þingkosningum síðast. Reyndar kom Vigdís Finnbogadóttir nærri myndun stjórnar ári síðar, haustið 1988, er urðu er söguleg stjórnarslit er stjórn Þorsteins Pálssonar féll. Ég fjallaði um þau sögulegu stjórnarslit í ítarlegum pistli haustið 2006. Eftir það hefur forseti verið þögull þátttakandi í þessum efnum, enda hafa meirihlutar ekki fallið og hafi nýjir komið til, eins og gerðist 1991 og 1995, varð það með atbeina stjórnmálamanna ekki forseta.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið á forsetastóli í ellefu ár. Það hefur ekki reynt á stöðu hans sem verkstjóra við stjórnarmyndun enn. Árin 1999 og 2003 hélt þingmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með mismiklum mannafjölda. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu myndað grunn áframhaldandi samstarfs fyrir kosningar og þegar stjórnirnar héldu gekk vel að semja um það sem eftir stóð. Það gekk þó verr vorið 2003 er staða Framsóknarflokksins varð mun örlagaríkari og sterkari. Svo fór þá að Davíð Oddsson varð að semja frá sér forsæti ríkisstjórnarinnar til Framsóknarflokks frá september 2004 eftir að Samfylkingin bauð Framsókn forsætið. Samstarfið hefur haldið þrátt fyrir leiðtogaskipti innan flokkanna.
Nú reynir á stöðu mála. Staðan veltur í raun á dómi þjóðarinnar eftir tíu daga. Fellur ríkisstjórnin eða heldur hún? Haldi hún velli hefjast væntanlega viðræður um að halda samstarfinu áfram. Þingmeirihluti er þó engin trygging fyrir áframhaldandi samstarfi. Þetta sást vel eins og fyrr segir þegar að vinstristjórnin fékk 32 þingsæti vorið 1991 og Viðeyjarstjórnin hlaut sama meirihluta vorið 1995. Báðar voru stjórnirnar feigar. Nýjar stjórnir voru myndaðar án teljandi þátttöku forsetans, sem venju samkvæmt veitti stjórnarmyndunarumboð, en til Davíðs Oddssonar í bæði skiptin því að hann hafði þingmeirihluta. Sé meirihluti til staðar ber honum auðvitað valdið.
Sé ríkisstjórnin fallin helst umboðið á Bessastöðum. Þá er forsetinn sá sem stýrir atburðarás eða getur haft úrslitaáhrif. Það hefur þó ekki alltaf verið. Við höfum þó upplifað erfiða stjórnarmyndunarkreppu. Eftirminnilegastar hafa krísurnar sennilega verið í forsetatíð dr. Kristjáns Eldjárns. Tvisvar stóð hann nærri því að setja á utanþingstjórn og atbeini hans við myndun ríkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsens árið 1980 voru eftirminnileg og ekki síður við þingrof vorið 1974 í kastljósi aðdraganda stjórnarslita. Ég skrifaði ítarlegan pistil um stormasamar stjórnarmyndanir í tíð Kristjáns Eldjárns í desember 2006, sem ég bendi á.
Í kosningunum eftir tíu daga ráðast örlögin hvað varðar framtíð ríkisstjórnar Íslands. Það er sögulega séð merkileg stjórn í stjórnmálasögu landsins. Ekkert samstarf hefur staðið lengur. Í tólf ár hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur unnið saman. Þetta samstarf er orðið þaulsetnara en Viðreisnarstjórnin 1959-1971. Fróðlegt verður að sjá hvort hún haldi velli eður ei. Atburðarás þess sem gerist í kjölfar þess mun vekja athygli okkar stjórnmálaáhugamanna.
Staða forseta Íslands við stjórnarmyndanir er óumdeild. Falli ríkisstjórn og ekki fæst fram neinn starfhæfur meirihluti er hann í því hlutverki að tryggja að til staðar sé meirihluti. Þrátt fyrir pólitíska fortíð Ólafs Ragnars Grímssonar er óvarlegt að gera lítið úr stöðu hans. Enn hefur ekkert reynt á neitt það sem getur talist skaðlegt í þeim efnum fyrir embætti forseta Íslands.
Í ljósi alls þessa eru hugleiðingar Ástu Möller ekki viðeigandi. En það verða vissulega allra augu á stöðu mála eftir tíu daga og vel verður fylgst með ákvörðunum og verklagi Ólafs Ragnars Grímssonar komi til þess að hann verði örlagavaldur við mótun þeirrar pólitísku framtíðar sem á sér stað næstu árin.
Það hefur þó ekki reynt á stöðu forseta við stjórnarmyndun frá árinu 1987, en þá féll ríkisstjórn í þingkosningum síðast. Reyndar kom Vigdís Finnbogadóttir nærri myndun stjórnar ári síðar, haustið 1988, er urðu er söguleg stjórnarslit er stjórn Þorsteins Pálssonar féll. Ég fjallaði um þau sögulegu stjórnarslit í ítarlegum pistli haustið 2006. Eftir það hefur forseti verið þögull þátttakandi í þessum efnum, enda hafa meirihlutar ekki fallið og hafi nýjir komið til, eins og gerðist 1991 og 1995, varð það með atbeina stjórnmálamanna ekki forseta.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið á forsetastóli í ellefu ár. Það hefur ekki reynt á stöðu hans sem verkstjóra við stjórnarmyndun enn. Árin 1999 og 2003 hélt þingmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með mismiklum mannafjölda. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu myndað grunn áframhaldandi samstarfs fyrir kosningar og þegar stjórnirnar héldu gekk vel að semja um það sem eftir stóð. Það gekk þó verr vorið 2003 er staða Framsóknarflokksins varð mun örlagaríkari og sterkari. Svo fór þá að Davíð Oddsson varð að semja frá sér forsæti ríkisstjórnarinnar til Framsóknarflokks frá september 2004 eftir að Samfylkingin bauð Framsókn forsætið. Samstarfið hefur haldið þrátt fyrir leiðtogaskipti innan flokkanna.
Nú reynir á stöðu mála. Staðan veltur í raun á dómi þjóðarinnar eftir tíu daga. Fellur ríkisstjórnin eða heldur hún? Haldi hún velli hefjast væntanlega viðræður um að halda samstarfinu áfram. Þingmeirihluti er þó engin trygging fyrir áframhaldandi samstarfi. Þetta sást vel eins og fyrr segir þegar að vinstristjórnin fékk 32 þingsæti vorið 1991 og Viðeyjarstjórnin hlaut sama meirihluta vorið 1995. Báðar voru stjórnirnar feigar. Nýjar stjórnir voru myndaðar án teljandi þátttöku forsetans, sem venju samkvæmt veitti stjórnarmyndunarumboð, en til Davíðs Oddssonar í bæði skiptin því að hann hafði þingmeirihluta. Sé meirihluti til staðar ber honum auðvitað valdið.
Sé ríkisstjórnin fallin helst umboðið á Bessastöðum. Þá er forsetinn sá sem stýrir atburðarás eða getur haft úrslitaáhrif. Það hefur þó ekki alltaf verið. Við höfum þó upplifað erfiða stjórnarmyndunarkreppu. Eftirminnilegastar hafa krísurnar sennilega verið í forsetatíð dr. Kristjáns Eldjárns. Tvisvar stóð hann nærri því að setja á utanþingstjórn og atbeini hans við myndun ríkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsens árið 1980 voru eftirminnileg og ekki síður við þingrof vorið 1974 í kastljósi aðdraganda stjórnarslita. Ég skrifaði ítarlegan pistil um stormasamar stjórnarmyndanir í tíð Kristjáns Eldjárns í desember 2006, sem ég bendi á.
Í kosningunum eftir tíu daga ráðast örlögin hvað varðar framtíð ríkisstjórnar Íslands. Það er sögulega séð merkileg stjórn í stjórnmálasögu landsins. Ekkert samstarf hefur staðið lengur. Í tólf ár hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur unnið saman. Þetta samstarf er orðið þaulsetnara en Viðreisnarstjórnin 1959-1971. Fróðlegt verður að sjá hvort hún haldi velli eður ei. Atburðarás þess sem gerist í kjölfar þess mun vekja athygli okkar stjórnmálaáhugamanna.
Staða forseta Íslands við stjórnarmyndanir er óumdeild. Falli ríkisstjórn og ekki fæst fram neinn starfhæfur meirihluti er hann í því hlutverki að tryggja að til staðar sé meirihluti. Þrátt fyrir pólitíska fortíð Ólafs Ragnars Grímssonar er óvarlegt að gera lítið úr stöðu hans. Enn hefur ekkert reynt á neitt það sem getur talist skaðlegt í þeim efnum fyrir embætti forseta Íslands.
Í ljósi alls þessa eru hugleiðingar Ástu Möller ekki viðeigandi. En það verða vissulega allra augu á stöðu mála eftir tíu daga og vel verður fylgst með ákvörðunum og verklagi Ólafs Ragnars Grímssonar komi til þess að hann verði örlagavaldur við mótun þeirrar pólitísku framtíðar sem á sér stað næstu árin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst Ásta alveg brilljant. Lepur þvættinginn upp eftir Styrmi líkt og fótgönguliðarnir hafa gert í gegnum árin, en fattar svo allt í einu að Mogginn var að ljúga. Þetta batnar síðan í hvert skipti sem hún kemur fram í fjölmiðlum.
Kærar þakkir til Sjalla fyrir að bjóða okkur upp á svona fólk.
Jóhannes Freyr Stefánsson, 2.5.2007 kl. 14:13
Sæll og blessaður, verð að hrósa þér fyrir málefnalegar og að mestu ósérhlífnar færslur sem og dugnað við að kynna þér hlutina og koma þeim oft og vel til skila. Það er ekki skrítið að margir lesið bloggið þitt. Þó ég staðsetji mig langt frá þér í hinu pólítíska landslagi kann ég að meta vandleg skrif. Ég reyni að vera málefnalegur í mínum skrifum þó oft reynist það erfitt í hinum skotglaða bloggheimi. Megi margir taka þig til fyrirmyndar í þessum efnum. Til að mynda er gott að sjá hvernig þú viðurkennir mistök þeirra sem eru með þér í liði. Það er ekkert gagn af pólítíkus ef hann þekkir ekki og viðurkennir sín mistök eða mistök síns flokks.
Snorri Sigurðsson, 2.5.2007 kl. 14:20
Þakka þér kærlega fyrir góð orð Snorri. Met þau mjög mikils. Ég hef alla tíð verið ákveðinn í skoðunum og unnið í þeim flokki sem ég tel standa mér næst, en það er ekki þar með sagt að ég sé blint verkfæri í þeim efnum. Ég skrifa hreint út um málin og hika ekki við að gagnrýna það sem nærri mér stendur mislíki mér eitthvað. Það er langbest að skrifa frá hjartanu, það er alltaf heilladrýgst. En mér þótti vænt um þetta komment þitt og vil þakka þér kærlega fyrir það enn og aftur!
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 2.5.2007 kl. 14:36
Góðan dag, Stefán. Þetta er fín yfirferð hjá þér og auðlesin um flókið ferli í sögulegu samhengi.
Það er hins vegar svolítið athyglisvert að sjá þá sömu og stundum kvarta hástöfum yfir því að forsetinn sé of pólitískur draga hann nú lóðbeint inn í pólitískt gjörningaveður fyrir þessar kosningar.
Matthías
Ár & síð, 2.5.2007 kl. 15:17
Takk fyrir góð orð um skrifin Matthías.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 2.5.2007 kl. 17:47
Ég hef haldið því fram og held enn, að Ásta sé aðeins að enduróma þá umræðu sem hefur lengi átt sér stað innan Sjálfstæðisflokksins. Það mátti heyra þessa umræðu í kringum fjölmiðlafrumvarpið. Forystumennirnir þola engin mörk á völdum sínum og eru tilbúnir að ganga langt til að forðast allt sem setur þessi mörk.
Auðun Gíslason, 2.5.2007 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.