Baráttusamtökin hætta við framboð í Norðaustri

Arndís Björnsdóttir Baráttusamtökin hafa hætt við þingframboð sitt í þingkosningunum eftir tíu daga hér í Norðausturkjördæmi. Þessi ákvörðun var fyrirsjáanleg eftir að ljóst var að aðeins listinn hér væri gildur á atkvæðaseðil en yfirkjörstjórnir í Reykjavík og Suðurkjördæmi tóku framboðslista samtakanna ekki gilda þar sem að þeir bárust eftir lok framboðsfrests. Í ljósi þess að landsframboðið sem boðað hafði verið var orðið að local-framboði hér blasti við að þetta framboð var andvana fætt.

Það voru líka skýr skilaboð um að Baráttusamtökin myndu hætta við framboð að María Óskarsdóttir, leiðtogi listans, mætti ekki í kjördæmaþátt Ríkissjónvarpsins frá Norðausturkjördæmi um síðustu helgi. Orðrómur hefur líka verið frá því er örlög hinna lista samtakanna urðu ljós að svona myndi fara og um leið mjög augljóst að þetta framboð myndi ekki halda baráttunni áfram.

Samkvæmt þessu er ljóst að sex framboðslistar verða í kjöri í þingkosningunum eftir tíu daga í Norðausturkjördæmi, rétt eins og í öðrum kjördæmum.

mbl.is "Klæðskerasniðið fyrir gömlu flokkana"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband