Steingrímur J. missir stjórn á sér í sjónvarpssal

Steingrímur J. Sigfússon Það var athyglisvert að sjá Steingrím J. Sigfússon, formann VG, missa stjórn á sér í sjónvarpssal í gærkvöldi í Kastljósþætti þar sem að Sveinn Hjörtur Guðfinnsson bar upp frekar einfalda spurningu sem margir hafa spurt sig að vegna ummæla Ögmundar Jónassonar. Mun Steingrímur ekki hafa látið við þetta sitja sem gerðist í sjónvarpssalnum heldur mun hafa látið Svein Hjört heyra það með mjög athyglisverðum hætti eftir þáttinn ef marka má skrif hans á bloggsíðu sinni.

Það er mikilvægt fyrir stjórnmálaleiðtoga að geta haft stjórn á skapi sínu. Það er líka mikilvægt að stjórnmálamenn geti svarað erfiðum spurningum fyrir sig en að öðru leyti rólegri spurningu sem fer ekki yfir strikið. Mér fannst Sveinn Hjörtur koma fram af stillingu og rólegheitum, eins og hann er reyndar þekktur fyrir, í þættinum svo að hvöss viðbrögð formanns VG voru fyrir neðan allar hellur.

Orðavalið sem hann lét dynja á Sveini Hirti sem hann bendir á er mjög hvasst, ef allt er rétt í þeirri frásögn. Það er alveg ljóst. Það boðar ekki gott fyrir neinn stjórnmálamann að geta ekki haldið stillingu sinni og verið rólegur þó komi spurningar sem reyni á þann sem spurður. Sérstaklega er fyrir neðan allar hellur að formaður stjórnmálaflokks komi fram með vanvirðingu í garð fyrirspyranda á opnum borgarafundi.

Allt er þetta mál sérstakt og ekki finnst mér það bera vitni góðra skapkasta formanns VG.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér fannst það afskaplega dapurt að Árni fengi ekki tíma til að klára að svara spurningaflóðinu sem Ingólfur Bjarni dembdi yfir hann alveg í blálok þáttarins. Það var ekki nógu gott. Annars finnst mér þú varla þurfa að tala svona til mín, enda veit ég ekki betur en að ég hafi alveg óhikað margoft gagnrýnt stjórnmálamenn úr mínum flokki. Það verður seint sagt um mig að ég sé einhver halelúja-pistlahöfundur í algjörlega eina átt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.5.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Algjörlega sammála þér Andri Örn. Takk fyrir gott komment.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.5.2007 kl. 17:18

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Mér fannst nú Steingrímur eiga þarna fantagóðan leik og sýna hversu mikill orðhákur hann er og hvernig hann getur látið umræðuna snúast. Mér fannst hann sannfærandi i að segja að vinstri grænir vildu ekki svæla alla atvinnu í burt (öfugt við það sem margir trúa). Er ég þó lítt hrifin af Steingrími og mjög hlýtt til Sveins Hjartar. Steingrímur er maður orðsins og ofsans og það eru hans persónutöfrar. Hann má nú njóta sannmælis

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.5.2007 kl. 18:52

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það var náttúrulega best að leyfa Árna ekki að klára. Sjálfstæðismenn vinna ekkert á þegar Árni talar. Hann talar ekki neitt sannfærandi. Hann er ekki maður orðsins. En hann er myndarlegur þegar hann þegir

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.5.2007 kl. 18:55

5 Smámynd: Ólafur Valgeirsson

Sæll Stefán Friðrik. Þetta upphlaup Steingríms J. kemur ekki á óvart og hann hefur verið látinn komast upp með það hvað eftir annað á opinberum vettvangi að æsa sig frá að svar heiðarlega spurningum um bullið í Ögmundi en það er eitt sem ég vil benda á í þessu samhengi og það er að þrátt fyrir allt er Ögmundur sárasaklaus af þeim ummælum sem Sveinn Hjörtur taldi sig hafa eftir honum.

Össur nokkur Skarphéðinsson greip nefnilega boltan á lofti þegar Ögmundur var að bulla um að bankarnir mættu sín vegna hverfa úr landi og bætti um betur á blogginu sínu og klykkti síðan út með að segja eitthvað á þá leið að Guð þyrfti svo sannarlega að hjálpa bönkunum ef hann og Ögmundur kæmust til valda.

Þetta held ég megi finna á bloggi Össurar nema hann hafi fjarlægt það eftir að rann af honum mesti móðurinn í það skiptið.

Ólafur Valgeirsson, 2.5.2007 kl. 19:24

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég  ætla ekki að gerast neinn siðferðispostuli varðandi framgöngu fulltrúa flokkana í þssum umræðuþætti.Það sem mér þykir nú , sem oft áður mest ábótavant, er að sérstaklega ráðhr.svara mjög takmarkað spurningum sem fyrir þá eru lagðar,eða véfenga opinberar niðurstöður ef þær eru ekki hagstæðar þeirra flokkum.Steingrímur var nokkuð orðhvass,en það er nú hans stíll eins og allir vita í þinginu,ég ætla að sleppa honum við einhverjar ávirðingar.

Kristján Pétursson, 2.5.2007 kl. 19:57

7 Smámynd: Ólafur Valgeirsson

Örlítil leiðrétting á innleggi mína frá því áðan. Ég hef síðan leitað mér heimilda um hvað það var nákvæmlega sem Össur ritaði um bankana og Guðs hjálp og það mun hafa verið þetta: "...og guð forði bönkunum frá því að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka Árna Matt." Hann minnist semsagt ekki á Ögmund en þarna þarf ekki að velkjast í vafa um meininguna. Rétt skal vera rétt. 

Ólafur Valgeirsson, 2.5.2007 kl. 20:24

8 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Mé finnst Steingrímur alltaf vera í ræðukeppni  þar sem gefið er fyrir mörg orð en lítið innihald.  Það fer Árna Matt illa þegar hann er að plata það sést alltaf á honum.  Honum líður ekki vel þegar hann þarf að svara fyrir opinberar niðurstöður sem hann vill ekki viðurkenna.  Hann er nefnilelga heiðarlelgur í grunninn.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 2.5.2007 kl. 20:25

9 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Talandi um að hafa stjórn á skapi sínu Stefán, varst þú ekki Davíðsmaður? Ef einhver stjórnmálamaður hefur misst stjórn á skapi sínu síðustu áratugi, er það Davíð nokkur Oddsson. Ég ætla hins vegar ekki að verja Steingrím, bara benda þér á að kasta ekki steinum úr glerhúsi!

Egill Rúnar Sigurðsson, 2.5.2007 kl. 23:11

10 identicon

Sæll Stefán.

Ákaflega þarfur pistill hjá þér.

Stjórnmálaleiðtogi sem missir stjórn á sér við það eitt að fá spurningu sem pirrar , er óhæfur leiðtogi. Til að geta stjórnað öðrum er nauðsynlegt að hafa stjórn á sjálfum sér.

Ég tel vafasamt að koma manni sem hefur ekki stjórn á skapsmunum sínum í þá aðstöðu að eiga jafnvel kost á því að verða forsætisráðherra.

Steingrímur og Ögmundur eru úlfar í sauðargæru. Þeim hefur tekizt að dylja eðli sitt og innræti bak við femínisma og umhverfismál.

Gamla kommainnrætið kemur svo í ljós við áreiti, eins og t.d. spurningu Sveins Hjartar.

Vonandi bera kjósendur gæfu til að hafna þeim félögum og flokki þeirra, í komandi kosningum.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband