Skeytasendingar milli Jónínu Bjartmarz og Kastljóss

Jónína Bjartmarz í Kastljósi Skeytasendingar ganga nú á milli Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, og Þórhalls Gunnarssonar, ritstjóra Kastljóss. Ráðherrann sakaði í yfirlýsingu forsvarsmenn dægurmálaþáttarins um að láta misnota sig með því að koma höggi á hana og Framsóknarflokkinn í aðdraganda þingkosninga. Þórhallur svarar fullum hálsi og rekur málavöxtu í yfirlýsingu eftir hádegið.

Þetta mál hefur verið aðalfréttaefni síðustu daga og sett svip sinn á kosningabaráttuna. Umræðan um ríkisborgararétt tengdadóttur umhverfisráðherrans hefur vakið margar spurningar og umfjöllun gærkvöldsins um að hún hafi fengið ríkisborgaréttinn á tíu dögum í mars hefur vakið óskipta athygli víða. Verklagið hefur vakið upp mörg spurningamerki og greinilegt að Kastljós lumaði á mörgum upplýsingum í málinu áður en farið var af stað og áður en hvassyrt rifrildi var á föstudagskvöldið milli þáttastjórnanda og ráðherra.

Kastljós stendur greinilega við alla umfjöllun sína og ráðherrann berst fyrir heiðri sínum. Þetta er vissulega mjög athyglisvert mál. Spurningarnar eru margar og svörin koma ekki við öllu. Það er varla við því að búast að þátturinn bakki með sitt, verandi með öll gögn og þá hlið mála nokkuð örugga. Það er greinilegt að ráðherrann átti ekki von á að gögnin væru í höndum Kastljóssins og við öllum blasir að hún getur ekkert gert nema sótt að þeim sem hófu umfjöllunina. Á netinu er sem fyrr lífleg umræða, fólk spyr sig spurninganna og m.a. að því hver hafi lekið upplýsingunum.

Það er erfitt að segja til um hvaða áhrif þetta hafi. Þetta mál hefur klárlega ekki góð áhrif á pólitíska stöðu Jónínu. Annars verða þingkosningarnar eflaust mælikvarði á það hvort að kjósendur treysta henni til áframhaldandi þingmennsku. Ofan á allt annað verða úrslitin þar vitnisburður um stöðu hennar. Hvað varðar málið sem slíkt væri heiðarlegast að opna það allt og sýna vinnuferla í því. Það verður hinsvegar að stokka upp vinnuferlana alla, enda er svona orðrómur og vandræðagangur engum til sóma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta mál er orðið hið versta fyrir Jónínu.

Jónína á ekki orðið upp á pallborðið hjá ansi mörgum.

Ég tel að hún sé búin koma ár sinni þannig fyrir borð að hún fari ekki á þing í þetta sinn.

Jens Sigurjónsson, 3.5.2007 kl. 15:41

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

,,Annars verða þingkosningarnar eflaust mælikvarði á það hvort að kjósendur
treysti henni til áframhaldandi þingmennsku.". - En hvað með formann
Allsherjarnefndar? Eiga kjósendur að treysta honum frekar til áframhaldandi
þingsetu?  Mér finnst út í hött að nálgast málið á þennan hátt Stefán og
vísa til rökstuðnings míns á blokksíðu minni varðandi þetta mál í dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.5.2007 kl. 15:41

3 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Reyndar hafa kannanir sýnt að Jónína, Siv og Jón Sig. þyrftu öll að fara að leita sér að nýju starfi. Ætli Jón reddi þessu fólki ekki einhverjum feitum embættum rétt fyrir andlát flokksins?

Gaukur Úlfarsson, 3.5.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband