Vika til þingkosninga - hverjir næðu kjöri á þing?

AlþingiÞað eru aðeins átta dagar til alþingiskosninga - spennan vex sífellt eftir því sem styttist í kjördaginn. Könnun Gallups í dag hefur vakið mikla athygli og sýnir talsverðar sviptingar. Ég hef nú sett upp lista yfir það hvaða þingmenn nái kjöri gangi könnunin eftir, sem sýnir stöðu mála á þessum tímapunkti.

Það er athyglisverð mæling - mikill fjöldi nýrra alþingismanna myndu ná inn í slíkri stöðu. Lítum á nafnalistann:

Sjálfstæðisflokkur (27)

Geir H. Haarde - Reykjavík suður
Björn Bjarnason
Illugi Gunnarsson
Ásta Möller
Birgir Ármannsson
Dögg Pálsdóttir

Guðlaugur Þór Þórðarson - Reykjavík norður
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Pétur H. Blöndal
Sigurður Kári Kristjánsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Suðvesturkjördæmi
Bjarni Benediktsson
Ármann Kr. Ólafsson
Jón Gunnarsson
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Sturla Böðvarsson - Norðvesturkjördæmi
Einar Kristinn Guðfinnsson
Einar Oddur Kristjánsson
Herdís Þórðardóttir

Kristján Þór Júlíusson - Norðausturkjördæmi
Arnbjörg Sveinsdóttir
Ólöf Nordal

Árni M. Mathiesen - Suðurkjördæmi
Árni Johnsen
Kjartan Ólafsson
Björk Guðjónsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 22 þingsæti í kosningunum 2003 (bættist liðsauki við inngöngu Gunnars Örlygssonar í maí 2005, sem kom úr Frjálslynda flokknum) - bætir við sig fimm þingmönnum í könnuninni.
Þingmenn sem falla: Drífa Hjartardóttir, Guðjón Hjörleifsson og Gunnar Örn Örlygsson (féllu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í nóvember 2006).
Þingmenn sem hætta: Halldór Blöndal, Sólveig Pétursdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Samfylkingin (16)

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Reykjavík suður
Ágúst Ólafur Ágústsson
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

Össur Skarphéðinsson - Reykjavík norður
Jóhanna Sigurðardóttir
Helgi Hjörvar
Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Gunnar Svavarsson - Suðvesturkjördæmi
Katrín Júlíusdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Árni Páll Árnason

Guðbjartur Hannesson - Norðvesturkjördæmi

Kristján L. Möller - Norðausturkjördæmi
Einar Már Sigurðarson

Björgvin G. Sigurðsson - Suðurkjördæmi
Lúðvík Bergvinsson

Samfylkingin fékk 20 þingsæti í kosningunum 2003 (missti eitt með brotthvarfi Valdimars Leós Friðrikssonar til Frjálslynda flokksins) - missir fjögur þingsæti í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Mörður Árnason og Anna Kristín Gunnarsdóttir.
Þingmenn sem hætta: Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Jóhann Ársælsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Jón Gunnarsson.


VG (11)

Kolbrún Halldórsdóttir - Reykjavík suður
Álfheiður Ingadóttir

Katrín Jakobsdóttir - Reykjavík norður
Árni Þór Sigurðsson

Ögmundur Jónasson - Suðvesturkjördæmi
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Jón Bjarnason - Norðvesturkjördæmi
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir

Steingrímur J. Sigfússon - Norðausturkjördæmi
Þuríður Backman

Atli Gíslason - Suðurkjördæmi

VG fékk 5 þingsæti í kosningunum 2003 - bætir við sig sex þingsætum í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Enginn.
Þingmenn sem hætta: Enginn


Framsóknarflokkur (6)

Jón Sigurðsson - Reykjavík norður

Magnús Stefánsson - Norðvesturkjördæmi

Valgerður Sverrisdóttir - Norðausturkjördæmi
Birkir Jón Jónsson

Guðni Ágústsson - Suðurkjördæmi
Bjarni Harðarson

Framsóknarflokkurinn fékk 12 þingsæti í kosningunum 2003 (missti eitt með brotthvarfi Kristins H. Gunnarssonar til Frjálslynda flokksins) - missir sex þingsæti í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Jónína Bjartmarz, Siv Friðleifsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir og Guðjón Ólafur Jónsson.
Þingmenn sem hætta: Jón Kristjánsson, Hjálmar Árnason og Dagný Jónsdóttir.


Frjálslyndi flokkurinn (3)

Guðjón Arnar Kristjánsson - Norðvesturkjördæmi

Sigurjón Þórðarson - Norðausturkjördæmi

Grétar Mar Jónsson - Suðurkjördæmi

Frjálslyndi flokkurinn
fékk 4 þingsæti í kosningunum 2003 (einn þeirra gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2005 og flokkurinn fékk tvo nýja þingmenn árið 2007) - missir eitt þingsæti í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Magnús Þór Hafsteinsson, Kristinn H. Gunnarsson og Valdimar Leó Friðriksson.
Þingmenn sem hætta: Enginn.

Þetta eru mjög athyglisverðir nafnalistar og öllum ljóst að gríðarleg uppstokkun verður á Alþingi í vor verði þetta niðurstaðan. En vika getur verið langur tími í pólitík. Það má búast við leiftandi pólitískri spennu næstu átta dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir yfirlitið Stebbi. Samkvæmt þessu verða fleiri konur í þingflokki Vinstri grænna en karlar og það yrðu söguleg og afar ánægjuleg úrslit. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 5.5.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ragnheiður inni samkvæmt þessu og er ég mjög ánægður með það. Flokkurinn er að mælast með 40% fylgi og ný skoðanakönnun sýnir að 65% landsmanna vilja Sjálfstæðisflokkinn áfram í ríkisstjórn.
Vg eitthvað að gefa eftir á síðustu metrunum og eru það jákvæð tíðindi.

Óðinn Þórisson, 5.5.2007 kl. 09:36

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin og áhugaverðar pælingar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.5.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband