Átti Kastljós að biðja Jónínu Bjartmarz afsökunar?

Jónína Bjartmarz Eins og vel er kunnugt hefur Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, ákveðið að kæra umfjöllun Kastljóss Sjónvarpsins um íslenskan ríkisborgararétt Luciu Celeste Molina Sierra, tengdadóttur sinnar, til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hefur Jónína sagt í dag að hún geri það því að forsvarsmenn Kastljóssins hafi ekki beðið sig afsökunar á umfjöllun sinni um hana og þetta umdeilda mál.

Ég verð nú að segja alveg eins og er að ég tel að Kastljós eigi ekki að biðjast afsökunar á einu né neinu. Það er enginn vafi á því að þetta mál var frétt. Þetta var mjög athyglisvert mál. Þeir fengu upplýsingar sem sýndu athyglisvert vinnuferli málsins og þeir birtu það. Það má vel vera að deilt sé um hvernig verkið var unnið, en fréttin var stór engu að síður. Þetta hefur verið stórmál í umfjöllun og á því hafa verið skiptar skoðanir.

Það má deila vissulega um ýmislegt í þessu máli. Hinsvegar finnst mér eðlilegt að þættir af því tagi sem Kastljós er þori að koma fram með afgerandi mál og skapa umræðu um þau. Það má vel vera að það komi við stjórnmálamenn og sé ekki þeim að skapi. Hinsvegar hef ég aldrei litið á fjölmiðla sem halelúja-miðstöð umfjöllunar í stjórnmálum. Ég get ekki betur séð en að allt þetta mál hafi vakið stórar spurningar og málið allt var það stórt að það varð að koma í umræðuna.

Það er eðlilegt að ráðherrann vilji verja heiður sinn, telji hún að ráðist hafi verið að honum. Hinsvegar skil ég ekki að Kastljós hafi átt að biðjast afsökunar á umfjölluninni, sem er byggð á máli sem hefur vakið mikla athygli. Vissulega er þetta vont mál að bera fyrir ráðherrann inn á lokasprett kosningabaráttu og þetta mál hefur ekki verið henni gott á viðkvæmum hjalla baráttunnar. En það er hlutverk fjölmiðla að leita svara við spurningum sem vakna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Athyglisvert þykir mér að ekki hefur verið kannað til hlítar ósamræmi sem upp er komið í þessu máli;Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagði í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í Kastljósi að fordæmi væru til staðar hvað varðaði hina leifturskjótu afgreiðslu í máli tengdadóttur Jónínu. Lögfræðingur Alþjóðahúss fullyrti hins vegar að ekkert fordæmi væri fyrir svo leiftursnöggri afgreiðslu slíks erindis.

Kallar þetta ekki á Kastljósið? Það finnst mér.

Jón Agnar Ólason, 5.5.2007 kl. 03:00

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Kastljósið á að biðjast afsökunar á að hafa fyrst komið fram með dylgjur í garð  ráðherranns um fjölskyldutengsl hans; í stað þess að koma með öll gögn til að upplýsa málið.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 5.5.2007 kl. 08:54

3 Smámynd: Júlíus Valsson

3. grein Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.

...mér er spurn? 

Júlíus Valsson, 5.5.2007 kl. 09:06

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Sammála Sigríði Laueyju!

Júlíus Valsson, 5.5.2007 kl. 09:08

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það var kannski ekki umfjöllunin um málið sem er endilega svo slæm, heldur hvernig Hegi Seljan "yfirheyrði" Jónínu, það sást á öllu látbragði hans og framgöngu að hann var handviss og "sekt" hennar, það skilaði sér til áhorfenda.

Benedikt Halldórsson, 5.5.2007 kl. 10:07

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Miklar eru Jónínuraunirnar í Framsókn þessa daganna.

Jóhannes Ragnarsson, 5.5.2007 kl. 10:27

7 Smámynd: Rúnar Þórarinsson

Úff, jæja ég var eiginlega búin að ákveða að tjá mig ekki um þetta mál, en þar er trúlega léleg afstaða.  Fyrst verð ég að taka heilshugar undir með þér Stebbi að málið er vissulega frétt og ég get ómögulega tekið undir það með ráðherranum að ritstjóri Kastljósins eigi að biðjast afsökunar á málinu, það er eiginlega alveg fráleitt.  Hins vegar verð ég líka að taka undir með þeim sem að vilja halda því fram að Helgi Seljan hafi farið of geist í vitalinu fræga.  Mér finnst það vera nokkuð ljóst en ekki þannig að það útheimti einhverja afsökun, ráðherrar verað að þola hvassa umræðu og þeir eru ekki bara Jón og Gunna úti í bæ heldur ráðherrar í ríkistjórn íslands og verður því að þola það að stíft sé haldið að þeim í umræðu.  En Helgi hljóp aðeins á sig og lærir auðvita bar af því, það fer í reinslubankann, mér líkar vel við Helga sem spyrjanda og finnst hann hafa góða sýn á hlutina og vera yfirleitt málefnalegur.  Það er trúlega ennþá ýmisleg ósagt í þessu máli og alveg ljóst að menn verða að fara yfir alla verkferla í afgreiðslu svona mála til framtíðar, það er ekki hægt að hafa hlutina svona í lausu lofti.  En í öllum bænum ekki halda því fram að ekki sé eðlilega að menn ræði við manna og annan um málin og reyni að hafa áhrif á afgreiðslu mála eins og t.d. Jónína, í þessu tilfelli.  Það eru allir að því út um allt alla daga, líka ég og þú ef að við höfum aðstöðu og tækifæri til þess.  Það er bara mannlegt, þannig að takið af ykkur helgislepjuna og viðurkennið að þið notfærið ykkur hlutina rétt eins og allir aðrir.

Rúnar Þórarinsson, 5.5.2007 kl. 10:57

8 Smámynd: Einar Þór Strand

Það má segja að hvernig sem í pottinn er búið þá verða Jónína að segja af sér í þessu máli og allsherjarnefndarmenn líka, því hvort sem um það var beðið eða ekki þá naut hún tengsalanna við Jónínu.  Það skal enginn segja mér að hún hefði fengið svona skjóta úrlausn ef hún hefði ekki verið tengd alþingismanni.  Ég er ekki að segja að hér hafi verið um beiðni frá Jónínu að ræða heldur sennilega ferkar "Já þetta er tegndadóttir Jónínu, best að redda henni" sem sagt óumbeðinn kunningja greiði sem ekki á við á alþingi.

Einar Þór Strand, 5.5.2007 kl. 11:25

9 Smámynd: Jóhann Rúnar Pálsson

Ráðherra eða ekki ráðherra! Í þessu máli hefur ekkert verið sannað og ég vil nú minna á að menn eru saklausir þar til sekt er sönnuð. Að sjálfsögðu má spyrja ráðherra um mál sem orka tvímælis en að fara fram með þeim hætti sem gert var í Kastljósinu var ekki fagmannlegt að mínu viti. Athyglisvert finnst mér að menn eru lítið að tala um orð Sigurjóns Þórðarsonar í garð nefndarmanna í þessu tiltekna máli hér á þessum vettvangi. Ef Sigurjón fer með rétt mál sem hægt er að segja með sömu rökum og þeir sem hér skrifa halda fram á móti Jónínu þá finnst mér formaður Allherjarnefndar í djúpum skít ásamt hinum tveimur sem koma þarna við sögu.

Jóhann Rúnar Pálsson, 5.5.2007 kl. 12:08

10 Smámynd: Skafti Elíasson

Ég er alveg sammála Stebba í þessu máli en mér finnst mikilvægt að fjölmiðlar hafi aðhald að  að stjórmálamönnum okkar,  annars  finnst mér  svolítil  kúkalykt af  þessu máli,  Einar Þór skrifar hér neðst að ráðherra og alsherjarnefnd eigi að segja af sér en það finnst mér allt of djúpt í árinni tekið þvi ef við ætluðum að láta alla segja af sér í málum sem orka tvímælis í svona tilvikum þá held ég að það væri fámennt á þingi og stjórnarráðum.  Annars á að sanna sekt áður en refsað er...

Skafti Elíasson, 5.5.2007 kl. 12:29

11 Smámynd: Hermann Ragnarsson

hefur það komið fram hvað margir sóttu um ríkisborgararétt til alþingis að þessu sinni,hvað mörgum var hafnað. veit einhver hvar Duranona er niðurkominn.

Hermann Ragnarsson, 5.5.2007 kl. 13:04

12 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Að sjálfsögðu á Kastljós ekki að biðjast afsökunar á viðtalinu. Helgi Seljan var einfaldlega að vinna vinnuna sína og hann vann hana vel.

Þetta að fjölmiðlar kryfji málin til hlýtar er nánast óþekkt hérna og tunguliprir stjórnmálamenn hafa yfirleitt komist hjá þvi að svara óþægilegum spurningum.

Það er óskandi að fleiri fjölmiðlamenn fari að dæmi Helga.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 5.5.2007 kl. 14:44

13 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin og áhugaverðar pælingar.

Varðandi Duranona; hef ekki hugmynd hvar hann er niðurkominn. Ef einhver veit það væri gott að fá ábendingu um það hér í kommentum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.5.2007 kl. 16:58

14 Smámynd: Einar Jón

Ég gúgglaði hann einmitt þegar ég var að reyna að komast að því hvað hann var lengi að fá ríkiborgararéttinn. Þetta er það nýjasta sem ég fann.

Hann spilaði semsagt með þýska liðinu HSG Vulkan í fyrravetur, og er hugsanlega þar enn.

Einar Jón, 5.5.2007 kl. 19:22

15 Smámynd: Ólafur Örn Gunnarsson

Pólitíkusar mega ekki halda að ríkisfjöðmiðlar séu þeirra eign.

Það er algjör skynsemisskortur hjá stjórnmálamanni að láta þetta koma upp í aðdraganda kosninga.eru það svoleiðis stjórnmálamenn sem við viljum hafa.

Ólafur Örn Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband