Norðvesturkjördæmi

Kosningar 2007 Það er vika til alþingiskosninga - vika þar til að örlögin í kosningabaráttunni ráðast. Næstu dagana mun ég fjalla um kjördæmin sex í kosningaumfjöllun á sus.is í aðdraganda alþingiskosninga. Fyrsta kjördæmið í umfjöllun er Norðvesturkjördæmi.

Farið er yfir kjördæmin og stöðu mála í þeim; úrslit síðustu kosninga, sviptingar í stjórnmálum þar á kjörtímabilinu og í aðdraganda þessara þingkosninga. Ennfremur er fjallað um frambjóðendur í kosningunum og fjallað um mörk kjördæmisins og komið með fróðleiksmola.

Norðvesturkjördæmi er fámennasta kjördæmi landsins. Það nær frá Akraneskaupstað til Akrahrepps í Skagafirði. Norðvesturkjördæmi var myndað í kjördæmabreytingunni árið 2000 úr þrem kjördæmum; Vesturlandskjördæmi, Vestfjarðakjördæmi og Norðurlandskjördæmi vestra. Eina breytingin er þó sú að Siglufjörður og nærsveitir sem áður tilheyrðu Norðurlandskjördæmi vestra færðist yfir í Norðausturkjördæmi.

Á kjörtímabilinu hafa þingmenn kjördæmisins verið 10 talsins; níu kjördæmasæti og eitt jöfnunarsæti. Í kosningunum 12. maí nk. fækkar kjördæmakjörnum þingmönnum um einn og færist það sæti yfir til fjölmennasta kjördæmis landsins, Suðvesturkjördæmis.

Umfjöllun um Norðvesturkjördæmi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband