Veikindi Ólafs Ragnars

Ólafur Ragnar GrímssonÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á LSH í Fossvogi frá Ólafsvík í dag vegna veikinda. Fór hann þar í rannsóknir. Fyrstu fréttir hljómuðu eins og ástand forsetans væri alvarlegt enda bentu aðstæður til þess, miðað við að þyrla flutti hann með hraði til Reykjavíkur. Nú hefur verið gefin út yfirlýsing frá forsetaskrifstofunni um að veikindi hans séu ekki alvarleg.

Það er ekki óeðlilegt að ætla miðað við aðstæður að um ofþreytu sé að ræða. Ekki virðist vera um hjartveikikvilla að ræða og fréttatilkynningar gefa ekki til kynna að hann hafi fengið áfall af einhverju tagi. Um ónot virðist vera að ræða og mikil þreytuviðbrögð. Væntanlega verður meira fjallað um þetta eftir að forsetinn hefur undirgengist einhverjar rannsóknir.

Ég sendi Ólafi Ragnari góðar kveðjur og óskir um góðan bata.

mbl.is Forsetinn við góða heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband