Norðausturkjördæmi

Kosningar 2007 Það eru aðeins sex dagar til alþingiskosninga og þar til að örlögin í kosningabaráttunni ráðast. Í kosningaumfjöllun dagsins á sus.is fjalla ég um kjördæmið mitt: Norðausturkjördæmi. Farið er yfir stöðu mála í kjördæminu; úrslit síðustu kosninga, sviptingar í stjórnmálum á kjörtímabilinu og í aðdraganda þessara þingkosninga. Ennfremur er fjallað um frambjóðendur, um mörk kjördæmisins og komið með fróðleiksmola.

Norðausturkjördæmi nær frá Siglufjarðarkaupstað í norðri til Djúpavogshrepps í austri og er víðfeðmasta kjördæmi landsins. Norðausturkjördæmi var myndað í kjördæmabreytingunni árið 2000 úr tveim kjördæmum; Norðurlandskjördæmi eystra og Austurlandskjördæmi.

Eina breytingin var þó sú að Siglufjörður og nærsveitir sem áður tilheyrðu Norðurlandskjördæmi vestra færðist yfir í Norðausturkjördæmi og Hornafjörður og nærsveitir sem áður tilheyrðu Austurlandskjördæmi færðust yfir í Suðurkjördæmi.

Á kjörtímabilinu hafa þingmenn kjördæmisins verið 10 talsins; níu kjördæmasæti og eitt jöfnunarsæti. Svo verður áfram eftir kosningarnar 12. maí nk.

Umfjöllun um Norðausturkjördæmi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Rúnar Pálsson

Sæll Stefán!

Langar til að fá þína pælingu á meintum orðum Kristjáns Þórs Júlíussonar á Dalvík í síðastliðinni viku varðandi það að núverandi stjórnarsamstarf komi ekki til greina eftir kosningar og að það verði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem komi til með að mynda næstu ríkisstjórn. Kom með þessa fyrirspurn á öðrum pistli hjá þér. Er þetta það sem Sjálfstæðismenn sjá sem raunhæfasta kostinn næsta kjörtímabil?

Jóhann Rúnar Pálsson, 6.5.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég mun skrifa pistil um þetta mál á eftir hér á vefinn.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.5.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband