Eiríkur kemst ekki áfram - vonbrigði í Helsinki

Eiríkur Hauksson Eiríkur Hauksson komst ekki áfram í úrslitin í Eurovision með Valentine Lost í Helsinki í kvöld. Það eru mikil vonbrigði - öll gerðum við okkur miklar væntingar með lagið og vonuðum það besta. Það fer að verða fullreynt fyrir okkur að komast áfram þykir mér. Þessi keppni er að breytast í Baltic-vision, ef svo má segja, ef marka má listann yfir þau lönd sem komust áfram. Þetta er orðið með ólíkindum.

Eiríkur var greinilega hundfúll með stöðu mála í viðtali í tíufréttum í kvöld. Ég skil hann mjög vel. Það fer að verða umhugsunarefni um framtíð okkar í þessari keppni þykir mér. Staða mála er ekki góð og vakna spurningar um hvort við getum yfir höfuð komist lengra en þetta. Botninn er að verða harður fyrir okkur þarna.

Við í fjölskyldunni komum saman og áttum yndislega stund; grilluðum saman og nutum kvöldsins. Það var því gaman hjá okkur þó að það séu auðvitað gríðarleg vonbrigði að Eiríki hafi ekki tekist að komast áfram. En þannig er nú það bara. Heldur litlausara verður að fylgjast með úrslitakvöldinu á kjördag... án Eika rauða.


mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

He he.. Eiki stóð sig vel einsog við var að búast, en mig langar til að minna á komment sem ég skrifaði hérna hjá þér Stefán um það að við finnum alltaf eitthvað til að kenna um ósigurinn.

Þetta var inní gjörningnum okkar í fyrra, bara margfaldað með 10. Silvía grenjaði þá á öxlinni á Simma og kenndi öllum öðrum en sjálfri sér um ófarirnar..

Gaukur Úlfarsson, 11.5.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þetta er mikið áfall fyrir ríkisstjórnina.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.5.2007 kl. 02:17

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Sveinn: Tek undir þetta.

Gaukur: Silvía var frábær þegar að hún grét á öxl Simma í fyrra. Silvía Nótt gekk ansi langt en mikið yndislega var þetta frábært afrek hjá ykkur hehe. Væri gaman að tala við þig um þetta dæmi þegar og ef við hittumst síðar.

Guðrún María: Áfall fyrir ríkisstjórnina? Finnst þér það? Mér finnst þetta bara áfall fyrir þjóðina í heild sinni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.5.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband