Össuri fipast flugið í netskrifunum

Össur Skarphéðinsson Össuri Skarphéðinssyni, alþingismanni, fipaðist heldur betur flugið í netskrifum sínum fyrir nokkrum dögum þegar að hann ætlaði sér að slá keilur og væna Sjálfstæðisflokkinn um að brjóta boð og bönn með því að bjóða ungu fólki í heimsókn í léttar veitingar í höfuðstöðvar sínar. Talaði hann um áfengisrall og að það væri verið að hella víni í saklausar sálir, eða það mátti skilja það þannig.

Það hefur lítið farið þó fyrir hjali Össurar í þessum efnum eftir að Heiðrún Lind Marteinsdóttir benti Össuri ofurljúflega á auglýsingu frá Samfylkingunni sem gengur í sömu átt og auglýsing Sjálfstæðisflokksins sem hann var svo argur og siðbótarlegur yfir. Það hefur ekkert heyrst nema þögnin mikla um þau mál frá laxadoktornum eftir það, enda getur hann varla gagnrýnt eigin flokk með sama hætti og hann gerði í tilfelli Sjálfstæðisflokksins.

Það er stundum sagt að það sé rétt að staldra við og hugsa örlítið áður en ýtt er á enter við bloggfærslurnar manns. Ég held að Össur sjái mjög eftir því að hafa enterað þessari bloggfærslu sinni inn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Minn kæri Stefán. Nú fipast þér flugið. Það sem Össur var að gagnrýna var það að þú fengir ókeypis drykk EF og aðeins EF þú værir með barmmerki X-D. Í kokteilpartýi X-S fengu allir drykk sem vildu og höfðu aldur.

Matthias Freyr Matthiasson, 10.5.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Á Selfossi fékk unga fólkið frítt á Spiderman ef það var með X-D í barminum. Hér gefum við ekki bjór og ég er nærri viss um að svo er ekki á öðrum kosningaskrifstofum, það kaupir sér engin vinsældir með bjór, það er bara bjánalegt að reyna það.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2007 kl. 17:10

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mér finnst það harla lágkúrulegt að smjaðra fyrir ungu fólki með bjór hvort heldur það er Samfylking eða Sjálfstæðisflókkur.  Að gefa börnum frítt í bíó gegn því að skeyta sig með áróðri er lítið skárra. 

Ps. Maður segir "fatast flugið" 

Þóra Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 18:30

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Jamm. Enn er í minnum haft þegar ungir sjálfstæðismenn á Ísafirði buðu unglingum í glas fyrir kosningar. Það var að vísu gert án samráðs við þá sem voru í forsvari fyrir kosningastarf flokksins og í fullri óþökk þeirra, eins og ég veit manna best. Spyrja mætti: Af hverju er ekki hægt að stunda kosningaáróður án þess að egna fyrir ungmenni með áfengi - nú, eða sígarettum eða vindlum eða hassi, ef út í það færi? Vínveitingarnar á Ísafirði mæltust afar illa fyrir í bænum og urðu Sjálfstæðisflokknum til mikils álitshnekkis. Af hverju læra menn ekki af reynslunni?

Hlynur Þór Magnússon, 10.5.2007 kl. 19:28

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég er sammála því að það er ekki við hæfi að bjóða ungmennum sem og öðrum vín eða vímuefni.  Menn verða að skilja það að öl er böl hjá fjölda fólks.

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.5.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband