Góð kjörsókn í Norðausturkjördæmi

Alþingi Fjórir klukkutímar eru þar til að fyrstu tölur í alþingiskosningunum 2007 liggi fyrir. Kjörsókn hefur verið góð í Norðausturkjördæmi í dag og stefnir í að hún verði betri en vorið 2003. Þegar ég fór að kjósa í Oddeyrarskóla laust eftir hádegið var þar löng biðröð í minni kjördeild, sem og fleirum, og greinilega mun betri kjörsókn en síðast.

Það var gaman að halda til að kjósa. Það gekk mjög auðveldlega fyrir sig. Gaman að hitta fólk í kjördeildum og á kjörstað og ræða saman. Það er frekar svalt á Akureyri í dag, en þó ekki það leiðindaveður sem spáð var. Mér skilst þó að út með firði sé snjókoma og enn kaldara. Það er kuldagjóla allavega. Það hefur þó engin áhrif á kjördaginn og flutning kjörgagna en öll atkvæði í kosningunum í Norðausturkjördæmi verða talin í KA-heimilinu og hefst talning nú kl. 18:00.

Það verður fróðlegt að sjá fyrstu tölur eftir fjóra tíma. Það er mikil spenna í loftinu hér á Akureyri allavega og eflaust um allt land.

mbl.is Þokkaleg kjörsókn í Norðaustur-, Norðvestur- og Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

En finnst þér ekki vera of þröngt niður við Oddeyrarskóla til að vera að flækjast með kjörstaðinn þar. Væri ekki miklu sniðugra að nota Verkmenntaskólann þar sem virkilega er nóg af bílastæðum og aðkoma miklu greiðari?

Pétur Björgvin, 12.5.2007 kl. 17:57

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Algjörlega sammála þér Pétur. Mér finnst að það hljóti að fara að koma að því að menn horfi til annars kjörstaðar eða dreifa kosningunni, jafnvel að láta Þorpið og þau hverfi sem eru utan Glerár kjósa í Síðuskóla eða Giljaskóla. Þetta er að verða erfitt í Oddeyrarskóla. Svo væri VMA ekki galinn kostur finnst mér.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.5.2007 kl. 18:04

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í dag eru gulir blýantar mjög áhrifamiklir en ekki á morgun!!

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband