Jóhannes í Bónus styður Kristján Þór í dag

Jóhannes Jónsson Jóhannes Jónsson í Bónus er með lögheimili hér á Akureyri. Ef marka má afgerandi auglýsingamennsku hans á atkvæði sínu mun hann kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Kristján Þór Júlíusson sem fyrsta þingmann Norðausturkjördæmis í dag. Það blasir við að vegna lögheimilis hans mun Jóhannes ekki kjósa í Reykjavík suður. Hann auglýsti sérstaklega í gær til að hvetja fólk til að strika yfir Björn Bjarnason í því kjördæmi.

Þessi auglýsing verður enn undarlegri í ljósi þess að viðkomandi maður hefur ekki lögheimili í því kjördæmi sem um ræðir. Hinsvegar er þessi auglýsing ekki beint hatur á öllu sem tengist Sjálfstæðisflokknum. Það blasir enda við að Sjálfstæðisflokkurinn hér í kjördæminu fær atkvæði hans í dag. Það er spennandi umhugsunarefni hvort hann sé að hvetja fólk til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn heilt yfir. Það lítur þannig út allavega, fljótt á litið.

Einn fjölmiðlarýnir sagði í gær að þetta hefði verið meira grande ef Jóhannes hefði einfaldlega skrifað grein með beittum hætti en birta þessa auglýsingu. Það er erfitt að spá um hvaða áhrif þetta er. Auglýsingin verður enn merkilegri auðvitað í ljósi þess að viðkomandi maður segist vera sjálfstæðismaður að fornu fari og muni styðja flokkinn í dag. Andúð Jóhannesar á Birni leynir sér ekki. Veit ekki hvernig fólk dæmir svona, en ég held þó að greinaskrif hefði fallið betur í kramið en þessi auglýsingakaup. En það vekur vissulega enn meiri athygli en ella.

Það er þó ágætt að vita að Sjálfstæðisflokkurinn í Norðausturkjördæmi fær atkvæði Jóhannesar. Það er greinilegt að hann styður Akureyringa á þing. Enginn flokkur á meiri von á fleiri en einum þingmanni frá Akureyri en einmitt Sjálfstæðisflokkurinn. Stuðningur Jóhannesar með svo áberandi hætti skiptir vissulega máli, þó að þetta sé varla jákvæð auglýsing að öllu leyti.

mbl.is Geir: Auglýsing Jóhannesar ósmekkleg og óviðeigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Ég held að Þorvaldur sé nú ekki á leiðinni á þing, það er á hreinu. ég held að Akureyringarnir á þingi verði eftirtaldir.

Kristján L. Möller

Kristján Þór Júlíusson

Lára Stefánsdóttir 

Gangi ykkar mönnum samt ágætlega og hittumst samt kannski í kveld. 

Sveinn Arnarsson, 12.5.2007 kl. 13:57

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ekki að ég sé að verja Jóhannes neitt, en sá í morgun að Jón Sigurðsson var að kjósa í Kópavogi, á greinilega heima þar.

En hann er að reyna að fá Reykvíkinga til að kjósa sig, er þetta ekki svipað.

Menn að hafa áhrif í öðrum kjördæmum.

Rúnar Birgir Gíslason, 12.5.2007 kl. 14:40

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það skal tekið  fram ef þið vitið það ekki að Björn Bjarnason er einn af ráðherrum okkar sjálfstæðismanna um allt land svo það er sama hvaða kjördæmi hann tilheyrir þá höfum við málfrelsi í því sem okkur finnst um gjörðir hans. að mínu mati er ekkert barnalegt eða ósiðlegt í gjörðum  Jóhannesar í Bónus. Að sjálfsögðu styður hann Kristján Þór í dag hann er einn af þeim sem stuðlar að  traustri atvinnu-uppbyggingu á þessu svæði.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2007 kl. 17:16

4 Smámynd: Stefán Stefánsson

Björn Bjarnason hefur nú hefur nú ekki farið leynt með andúð sína á Jóhannesi og Baugi.

Það hlýtur því að vera í fullkomnu lagi að Jóhannes svari fyrir sig.

Ætlar Björn svo ekki að skipa Jón H. B. Snorrason í embætti ríkissaksóknara strax eftir kosningar...... er það eðlilegt?

Stefán Stefánsson, 12.5.2007 kl. 17:21

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Svenni: Sjálfstæðismenn eiga mestan séns á tveim Akureyringum, með þessu var ég þó ekki að segja að Valdi færi inn, en ef marka má raðkannanir Gallups gæti hann dottið inn sem jöfnunarmaður. En þetta er ómögulegt um að spá. Kristján L. Möller er nú Siglfirðingur. En já, Svenni minn við hittumst í kvöld og fáum okkur bjór og spjöllum. Gott að taka hressilegt spjall :)

Rúnar: Það má vel vera, en það eru svosem margir flokksleiðtogar búsettir annarsstaðar. Held að Fréttablaðið hafi nefnt ellefu slíka til leiks í dag. Jóhannes ræður því auðvitað hvað hann geri við peninga sína.

Einar: Algjörlega sammála þér.

Guðrún: Auðvitað hafa allir málfrelsi. Það er fólk um allt land að skrifa gegn stjórnmálamönnum á hverjum degi. Það eru ekki allir sem hafa þó efni að tala gegn þeim á rándýrri heilsíðu í dagblaði.

Stefán: Já, hann auðvitað gerir það sem hann vill. Við lifum í frjálsu landi skoðana. Veit ekki hver verður ríkissaksóknari en ég verð persónulega ekki sáttur við það val verði það ofan á.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.5.2007 kl. 17:36

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég tel ekki óeðlilegt né rangt af Jóhannesi í Bónus að taka afgerandi afstöðu til Björns Bjarnasonar,dómsmálaráðhr. vegna Baugsmálsins.Þar var Jóhannes sakaður um tugi alvarlegra afbrota,sem vísað var frá dómi vegna  rangra sakargifta.Það var vegið hart að fjölskyldu hans  af ríkislögreglustj.í hart nær fimm ár.Flestum þykir meira en nóg að þurfa að sæta rannsókn og málsmeðferð í nokkrar vikur hvað þá árum saman.Ég hef sem fyrrv.löggæslumaður mikla samúð með Jóhannesi og fjölskyldu hans í þessu máli.Björn Bjarnason ber fulla ábyrgð á þessari málsmeðferð og getur ekki skotið sér bak við aðra embættismenn í þessu máli.Heilsíðuauglýsingar í dagblöðum frá Jóhannesi um að strika Björn út af kjörseðli,er hans leið til að mótmæla ranglátri málsmeðferð á öllum stigum málsins.Þá er hann um leið að mótmæla  aðkomu ýmissa áhrifamanna Sjálfstæðisfl.að frumrannsókn málsins.

Kristján Pétursson, 12.5.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband