Er Sjálfstæðisflokkurinn að bjarga stjórninni?

Eftir nýjustu tölur í Suðvesturkjördæmi er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks aftur með þingmeirihluta, hefur 32 þingsæti. Þetta er ótrúleg sveifla sem sést þar og fróðlegt að sjá hvort að þessi 25. þingmaður Sjálfstæðisflokksins helst inni og bjargar stjórninni. Spennan er allavega gríðarleg og ekkert öruggt um stöðu mála.

Hér á Hótel KEA er gríðarleg stemmning. Við gleðjumst öll sem eitt með góðan sigur í kjördæminu og fögnum þeirri stöðu sem sést. Hér var langt lófaklapp er Ragga Ríkharðs datt inn og stjórnin hélt. En það er auðvitað spurt að leikslokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ef sjálfstæðismenn vilja tala um að "bjarga" stjórninni, á sama tíma og Framsóknarmenn tala um að fara ekki í stjórn með svo slæmt fylgi, enda eigi þeir sem tapa að víkja fyrir vilja þjóðarinnar, þá finnst mér það gefa sterklega til kynna að innan raða Framsóknarflokksins finnist sterkari réttlætiskennd og virðing fyrir lýðræðinu en sumsstaðar annarsstaðar.

Steinn E. Sigurðarson, 13.5.2007 kl. 01:34

2 Smámynd: Árni Svanur Daníelsson

Þetta skýrist nú líklega ekki fyrr en undir morgun, stjórnin dettur inn og út.

Árni Svanur Daníelsson, 13.5.2007 kl. 02:03

3 Smámynd: Per Krogshøj

Er stjórn í raun góð? Ég hef verið við stjórn og verið stjórnað. Veit ei hvort mér fannst ógeðslegra. Vona ég að stjórn falli, og allar tilraunir til samstarfa hrynji. Annað ku ei vera lýðræðislegt. Held að jafnvel Séra Methodius Barker frá hálöndum Skotlands geti verið ssammála því að framvinda stjórnmála á Íslandi síðastliðin ár sé frá djöflinum komin og ætti að vera grafin líkt og pólverjarnir á Kárahnjúkum.

Per Krogshøj, 13.5.2007 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband