Ríkisstjórnin fallin - mikil óvissa í stöðunni

Það er ljóst að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem setið hefur við völd í tólf ár, er fallin. Framsóknarflokkurinn horfist í augu við sögulegan kosningaósigur og mun missa fimm þingsæti skv. fyrstu tölum um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist með 23-24 þingsæti. Samfylkingin virðist vera að halda sínu en VG er ekki að vinna þann kosningasigur sem stefndi lengi vel í skv. könnunum.

Það blasir við að nú verður ný ríkisstjórn mynduð og óvissan yfir stöðunni er mikil. Það er mín skoðun miðað við stöðuna að þjóðin sé að kalla eftir stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og það er sú stjórn sem ég vil helst sjá við fall þessarar sögufrægu stjórnar, sem hefur setið lengst allra í lýðveldissögunni.

Ég er staddur á kosningavöku á Hótel KEA og hér er gleði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sigrað kjördæmið og Kristján Þór Júlíusson verður fyrsti þingmaður kjördæmisins. Fyrir því skálum við öll sem eitt hér! Glæsilegur sigur það!!

mbl.is Geir: Allt mjög óljóst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Gott viðtalið við Kristján rétt í þessu á Stöð 2 / N4, titlaður ,,sigurvegari kosninganna í NA" - það er bara sko þannig, til hamingju með það.

Pétur Björgvin, 12.5.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Eins og staðan er núna er þetta mjög tvísýnt, en vonum það besta fyrir nýja velferðarstjórn.

heyrumst svo í kveld og fáum okkur öllara!! 

Sveinn Arnarsson, 12.5.2007 kl. 23:23

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Sæll Stefán, ég vil benda þér á að linkarnir á kjördæmapistlana hér til vinstri eru óvirkir! Og ég sem var 100% viss um að geta flett upp í þér um hin ýmsu málefni kjördæmanna.Nú verð ég að treysta á eigið minni - og það er slæmt

Vilborg Valgarðsdóttir, 12.5.2007 kl. 23:39

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Pétur: Takk fyrir kveðjuna. Þetta var svo sannarlega glæsilegur sigur hjá okkur í NA.

Svenni: Takk fyrir gott spjall í kvöld og skemmtilega stund. Mjög skemmtilegt kvöld :)

Vilborg: Tenglarnir eiga að virka vel.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.5.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband