Talning hafin - styttist í pólitíska örlagastund

Formenn flokkanna Talning er hafin í alþingiskosningunum 2007 og aðeins örfáir klukkutímar þar til að fyrstu tölur liggja fyrir og staðan skýrist. Það er mikil spenna í loftinu yfir úrslitum þessara þingkosninga. Spurt er um stöðu ríkisstjórnarinnar sem virðist vera í algjörri óvissu og svo gæti verið að saga hennar yrði öll innan tólf tíma.

Spurt er um stöðu flokka og frambjóðenda - óvissan er algjör. Það verður líka mjög athyglisvert að sjá hvort að Frjálslyndi flokkurinn nær að halda sér á þingi með sannfærandi hætti og hversu vel vinstriflokkarnir mælist. Síðan er stór spurning hversu mikið afhroð Framsóknarflokksins verði en það stefnir allt í að flokkurinn fái sögulega útreið í nótt. Staða Sjálfstæðisflokksins er ennfremur óljós þó flest bendir til að hann bæti við sig frá kosningunum 2003.

Svör við öllum stóru spurningunum eru framundan. Ef þið hafið spá endilega komið með hana. Ég er að fara á Hótel KEA, en þar ætlum við sjálfstæðismenn að horfa á Eurovision og kosningavökuna til morguns. Það má búast við líflegri kosningavöku og spennandi nótt svo sannarlega þar sem örlögin ráðast. Það verður því lítið uppfært en ég kannski kemst í tölvu þar og skrifa eftir því sem hægt er. Ég mun fjalla ítarlega um úrslitin allavega þegar að myndin er orðin ljós og skrifa vel um þetta með morgni.

Endilega komið með spá og pælingar hér - svona á meðan að örlögin eru ekki ráðin.

Góða skemmtun í nótt!

mbl.is Nærri helmingur búinn að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já spennandi nótt, heldur betur. Hér í Mosfellsbænum er búið að vera fjör í dag og kosningakaffi í Hlégarði í allan dag. Við ætlum að vera í Hlégarði í kvöld og svo er sameiginleg kosningavaka fyrir Kragann í Kópavogi og verður örugglega gaman.

Ég vona svo sannarlega að Ragnheiður komist inn, en nú er ekkert annað að gera en tryggja að fólk fari að kjósa og sjá svo til hvað kemur upp úr kjörkössunum.

Góða skemmtun í kvöld.

Herdís Sigurjónsdóttir, 12.5.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

B - 10,5%

D - 37,5%

F - 5,5 %

I - 2,5%

S - 27%

V - 17%

Árni Þór Sigurðsson, 12.5.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin og spárnar.

Þakka þér sérstaklega Herdís fyrir gott komment og ánægjuleg skrif. Þetta hefur verið yndislegur kjördagur hjá ykkur. Það var svo yndislegt að Ragga náði inn. Mjög mikilvægur sigur og ánægjulegur.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.5.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband