Geir H. Haarde með öll tromp á hendi sér

Geir H. HaardeÞað blasir við að Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur öll tromp á hendi sér við stjórnarmyndun að loknum þingkosningunum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn vann glæsilegan sigur í kosningunum. Hann hlaut næststærsta þingflokkinn í sögu sinni og vann mjög sögulega sigra í öllum kjördæmum. Það hefur aldrei gerst fyrr að Sjálfstæðisflokkurinn sé með fyrsta þingmann allra kjördæma á sinni hendi.

Eftir sextán ára samfellda stjórnarsetu, lengst af forsæti í ríkisstjórn, er þetta óvenju glæsilegur sigur líka. Það er svo spurt hvað taki við. Það er Geir sem hefur úrslitavaldið núna. Stóru tíðindin eru þau að Geir þarf ekki að segja af sér. Ríkisstjórnin hélt þingmeirihluta sínum. Umboð til stjórnarmyndunar fór ekki úr höndum Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og stjórnin situr enn meðan að stjórnarflokkarnir ræða sín á milli um framhaldið. Það er líka mjög athyglisvert að umboðið er ekki á Bessastöðum, það er í höndum Geirs sem hefur fjölda kosta í hendi sér.

Mér finnst rétt að það verði velt vel fyrir sér næstu kostum. Það er ekki rétt að ana að neinu í þessari stöðu. Geir á að hugleiða næstu kosti mjög vel í því ljósi að ríkisstjórnin hélt þingmeirihluta sínum. Það verður að hugleiða hvort þessi ríkisstjórn sé starfhæf eftir nýjustu tíðindi. Formaður Framsóknarflokksins lamaðist mjög pólitískt með því að ná ekki kjöri á Alþingi, verandi að óska eftir umboði þar til setu. Staða Framsóknarflokksins er mjög vond. Það blasir við öllum að það er ekki hægt að útiloka þó samstarf þessara flokka.

Það verður að sjá til hvað sé rétt og hvað sé rangt í stöðunni. Kostirnir eru upp á það að halda þessu samstarfi áfram eða leita eftir viðræðum við Samfylkinguna og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Það er fjarstæða að útiloka nokkurn kost og greinilegt að Geir ætlar að hugleiða stöðuna vel. Spilin eru á höndum Geirs H. Haarde eftir glæsilegan sigur Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur mörg tromp á hendi.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig að forsætisráðherrann vinnur með þau ótvíræðu og sterku tromp sem hann hefur á hendi sér eftir þessar alþingiskosningar.


mbl.is Geir: Úrslitin kalla ekki á snöggar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Þetta var flott. Að var sótt úr öllum áttumog ég votta Brini Bjarna samúð en þetta hafðist og þeir vinstri þurfa að sleikja sár sín í fjögur ár til viðbótar!

Páll Kristbjörnsson, 13.5.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband