Glæsilegur kosningasigur Sjálfstæðisflokksins

Þorgerður Katrín og Geir H. Haarde Það leikur enginn vafi á því að Sjálfstæðisflokkurinn er stóri sigurvegari alþingiskosninganna 2007. Eftir sextán ára stjórnarsetu sigrar flokkurinn í öllum kjördæmum og fær 25 þingsæti, jafnmikið og í alþingiskosningunum 1995 og er næststærsti þingflokkurinn í sögu Sjálfstæðisflokksins. Það hlýtur að teljast glæsilegur árangur.

Það eru margir nýjir og glæsilegir þingmenn að koma inn í nafni Sjálfstæðisflokksins. Kristján Þór Júlíusson og Ólöf Nordal eru nýjir alþingismenn Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi, en hér vann flokkurinn glæsilegan kosningasigur. Þetta er í fyrsta skipti sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður ríkjum á Austfjarðasvæðinu, en Halldór Blöndal var fyrsti þingmaður gamla Norðurlandskjördæmis eystra 1999-2003.

Heilt yfir eru úrslitin góð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hann má vel við una og hlýtur að teljast með mjög vænlega stöðu við stjórnarmyndun. Einu vonbrigði okkar voru vissulega að Sigríður Ásthildur Andersen náði ekki kjöri í Reykjavík norður, en það er eins og það er. Annarsstaðar náðum við okkar lykilmarkmiðum og höldum með sterkan þingflokk til verkanna á komandi fjórum árum. Það hefur orðið mikil endurnýjun og svo sannarlega spennandi tímar framundan.

....og ekki má gleyma að þetta er í fyrsta skipti sem Sjálfstæðisflokkurinn á fyrsta þingmann allra kjördæmanna í stjórnmálasögu landsins. Yndislegt alveg!

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins

Geir H. Haarde - Reykjavík suður
Björn Bjarnason
Illugi Gunnarsson
Ásta Möller
Birgir Ármannsson
Guðlaugur Þór Þórðarson - Reykjavík norður
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Pétur H. Blöndal
Sigurður Kári Kristjánsson
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Suðvesturkjördæmi
Bjarni Benediktsson
Ármann Kr. Ólafsson
Jón Gunnarsson
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Sturla Böðvarsson - Norðvesturkjördæmi
Einar Kristinn Guðfinnsson
Einar Oddur Kristjánsson
Kristján Þór Júlíusson - Norðausturkjördæmi
Arnbjörg Sveinsdóttir
Ólöf Nordal
Árni M. Mathiesen - Suðurkjördæmi
Árni Johnsen
Kjartan Ólafsson
Björk Guðjónsdóttir

mbl.is 24 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Mitt mat er að í rauninni vann enginn flokkur sigur í þessum kostningum og engin flokkur beið afhroð. Xd er í kjörfylgi í kringum 35%, þar síðust kostningar voru mjög slæmar fyrir hann og því er ekki hægt að tala um stór sigur. Reyndar alls ekki miðað við skoðanakannir.

Framsóknarflokkur vann ákveðin varnar sigur að halda sig vel yfir 10%. Flokkurinn er langt í frá að þurkast út, Valgerður er t.d að ná í fínum árangri, hlítur að gera tilkall til formannsstóls. Í rauninni væri það ótrúlegt ef Jón Sig myndi halda áfram sem formaður.

VG náði bara tæplega 15%, mikil aukning frá þar síðustu kostningum. Mig grunar að flestir VG-liðar hafi gert sér vonir um meira.

X-S er ungur flokkur náði meira flygi en flestar kannanir höfðu sýnt. Varla hægt að tala um að tæp 27% séu léttvínsprósenta. Treystir sig í sessi sem næst stærsti stjórnmálaflokkurinn. Unnu kosningasigur þar síðast því er þetta ákv varnarsigur.

XF heldur sínu fylgi og þar með er kenningin um fjórflokkinn ónýt. Kostninga kerfið hlýtur að teljast fimm flokka kerfi. Ákveðið afrek að ná í þriðja skipti mönnum inn á þing þrátt fyrir 5% þröskuldinn.

Reyndar hef ég aldrei almennilega skilið þenna þröskuld sem á að takmarka fjölda flokka á þingi. Hverju hann á skila fyrir lýðræðið. Persónulega finnst mér ekkert að því að það séu sem flestir flokkar á alþingi. Líklega var þessi þröskuldur ástæðan fyrir því að xÍ var andvana fædd, reyndar ásamt fjölda annarra hluta. 

Það er ótrúlegt ef xB og xD halda áfram ríkisstjórnar samstarfinu. Persónulega finnst líklegst ný viðreisn eða R-lista samstarf. Þriðja lagi tel ég komi til greina að nú verandi ríkisstjórn taka xF með sér í samstarf. 

Ingi Björn Sigurðsson, 13.5.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Eftir sextán ára samfellda stjórnarsetu er þetta glæsilegur árangur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann er að fá 25 þingsæti og bæta við sig þrem þingsætum og getur mjög vel við unað. Það er líka sögulegur sigur að taka öll kjördæmin.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.5.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Ég reyndar gleymdi að tala um stærstu tíðindi kosninganna sem var légleg kjörsókn. Í rauninni er það tilefni rannsókna. Ég fór til að mynda í tvö partý í nótt og minnhlutinn í þeim kaus í gær, þar að segja í þingkosningunum.. Annað hvort gleymdi að kjósa eða komst ekki vegna vinnu. Ekki er hægt að leiða líkur að kosningarnar hefðu ekki verið nógu spennandi til að trekkja að. Ekki heldur er hægt að leiða líkur að það hafi ekki verið nóg af framboði af stjórnmálaflokkum. 

Þetta er mjög alvarleg þróun í rauninni. Eins og minn gamli Prófessor Gunnar  Helgi benti á. Mig minnir að í síðustu sveitarstjórnarkosningum þá hafi verið lítil kjörsókn.  Þetta er mjög athyglisvert, en við höfum að jafnaði haft meiri kjörsókn heldur flestu önnur lýðræðislönd. En tæplega 17% kjósa ekki og það eru tíðindi. 

Ingi Björn Sigurðsson, 13.5.2007 kl. 11:52

4 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Ég get verið sammála því að í ljósi 16 ára valdasetu þá má þetta teljast góður árangur. Eins að vera stærsti flokkurinn í öllum kjördæmum. Rúmlega 36% í kosningum er ekki stórsigur fyrir þennan stærsta flokk landsins. Eins sætis meirihluti telst ekki stór sigur fyrir ríkisstjórnina, hefði hún aldið velli með þremur þingmönnum þá hefði verið hægt að tala um sigur. 

Hvað um það þá vil ég óska þér til hamingju með þinn flokk og þitt kjördæmi. Kristján Þór hlýtur að gera tilkall til ráðherra sætis ef það verður ekki mynduð R-lista stjórn.

Árni Matt kemur einnig ótrúlega vel út úr þessum kostningum og er í rauninni stærsti sigurvegari kosninganna.  Kemur inn í kjördæmið sem utanað komandi með atkvæðafælu sér á vinstri hönd. Var í umdeildasta ráðuneytinu fyrir þessar kosningar.. Þrátt fyrir allt þá bætti flokkurinn við manni og jók stórlega við fylgið sitt.  

Ingi Björn Sigurðsson, 13.5.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband