Kjósendur í Suðurkjördæmi strika út Árna Johnsen

Árni Johnsen Það er athyglisvert að heyra af því hversu margar útstrikanir Árni Johnsen hefur fengið í alþingiskosningunum í gær í Suðurkjördæmi. Sé það rétt sem sagt sé að Árni hafi fengið um eða yfir 30% útstrikanir er það skýr vitnisburður um það hversu umdeildur Árni sé meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

Um leið er það skýr eftirmáli þeirrar umræðu sem varð í vetur vegna stöðu Árna Johnsen innan Sjálfstæðisflokksins eftir mjög vonda og óheppilega atburðarás þar sem hann sýndi enga iðrun á frægum afbrotum sínum. Það var verulega sorglegt allt saman, eflaust má kalla það mannlegan harmleik en það var fyrst og fremst skelfilegt mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn í heild sinni. Það er mjög einfalt mál.

Sjálfur hafði ég mjög afgerandi skoðanir á því máli. Þær tjáði ég með afgerandi hætti bæði hér á þessum bloggvef og eins í viðtali við Stöð 2. Það var nauðsynlegt skref, enda gat ég ekki setið hjá þegjandi vegna þess máls. Þar kom ég fram sem sjálfstæðismaður með skoðanir, skoðanir sem urðu að verða opinberar. Ég sé ekki eftir neinu í því samhengi og það var ekkert hik eða hangs yfir mínu tali hvað þetta varðar.

Svona margar útstrikanir segja hug kjósenda Sjálfstæðisflokksins á þessu svæði til Árna og þessa umdeildu mála í fortíð hans og ekki síður orðum hans eftir prófkjörssigurinn í fyrra. Það var allt mjög óheppilegt. En það er auðvitað lýðræðislegur réttur kjósenda framboðslista að breyta honum telji þeir það mikilvægt. Stundum hefur það ekki verið áberandi sveifla en það sem virðist hafa gerst í Suðurkjördæmi er mjög afgerandi sveifla í þessa átt og það er mjög hávær skoðun sem birtist þar.

Það er mikilvægt að það kom fram með þessum hætti og persónulega tel ég þessar yfirstrikanir staðfesta endanlega hversu mjög umdeild pólitísk endurkoma Árna er og það að flokksmenn í kjördæminu hafi viljað tjá sig með afgerandi hætti. Þessi tíðindi eru allavega mjög athyglisverð og þau benda okkur á stöðu sem flestir höfðu reyndar séð áður en er nauðsynlegt að komi fram með svo skýrum hætti.

mbl.is 30% kjósenda Sjálfstæðisflokks strikuðu Árna Johnsen út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Kvitta undir þetta, Stefán - Geir er með trompin á hendi eftir kosningarnar, en hann er líka með einn Svartapétur - Árna Johnsen.

Vilji kjósenda er ljós: Framsókn á ekki heima í ríkisstrjórn og Árni Johnsen á ekki heima á Alþingi. Vonandi ber Geir Haarde gæfu til að lúta vilja kjósenda.

Jón Agnar Ólason, 13.5.2007 kl. 15:17

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

kvitta undir þetta með að Geir okkar Haarde er með spilin i höndunum/og vona að hann spili þar rett ur!!!/en svona er þetta eg er ekki sammála þessu með Árna ,allir eiga rett á afturhvarfi ef þeir taka ut sinn dom!!!Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 13.5.2007 kl. 16:06

3 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Fyrirgefning er lykilorðið hér.

Páll Kristbjörnsson, 13.5.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband