Timburmenn Samfylkingarinnar

ISG Framan af kosninganóttinni stefndi flest í að Samfylkingin væri að öðlast oddastöðu í íslenskum stjórnmálum. Svo fór ekki. Þegar að rykið hafði sest blasti við að Samfylkingin tapaði fylgi í öllum kjördæmum. Staðan góða sem blasti við fyrir miðnættið gufaði hægt og hljótt upp og svo fór að Samfylkingin komst ekki í þá oddastöðu sem blasti við framan af. Misjöfn var þó útkoma flokksins og staðan var ekki allsstaðar svosem slæm.

Það vakti athygli að Samfylkingin náði ekki inn Róbert Marshall, Láru Stefánsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Flokkurinn missir Mörð Árnason og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur af þingi. Hann græðir hinsvegar t.d. Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Ellert B. Schram, Árna Pál Árnason og Karl V. Matthíasson. Hér í Norðausturkjördæmi tapar Samfylkingin þrem prósentustigum. Lára var mun fjarri þingsæti nú en vorið 2003, þó að hún hafi auðvitað verið rosalega nærri því.

Framan af blasti við að Samfylkingin myndi gjalda mikið afhroð. Kannanir höfðu gefið flokknum aftur vonir og framan af nóttinni var bros á Samfylkingarmönnum. Þeir töldu góða tíð framundan. Sveiflan minnkaði eftir því sem meira var talið upp úr kössunum og það hljóta að vera vissir timburmenn yfir Samfylkingarfólki á þessum sunnudegi eftir kjördag.

Staða Samfylkingarinnar við stjórnarmyndun er óljós. Það væri ekki ósennilegt að hann liti nú til þess að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með Samfylkinguna, hvort hann verði áfram í stjórnarandstöðu eða komist í stjórnarsamstarf.

mbl.is Ingibjörg Sólrún: Ríkisstjórnin of veik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Líklegast í þessari stöðu er að Samfylkingin,VG og Framsóknarfl.fari saman.Sf og VG hafa byggt upp saman ákveðið samstarf í mörgum veigamiklum málaflokkum á s.l.þingi og fer tæpast að láta Sjálfstæðisfl.sundra því ágæta samstarfi með að annar hvor flokkurinn hoppi upp í til þeirra..Auk þess hafa linnulausar óverðskuldaðar árásir íhaldsins á ISG  s.l.tvö ár vakið mikla andúð Samfylkingarmanna á íhaldinu.Ég trúi ekki að Famsóknarfl.fari eftir svona slæma útreið með Sjálfstæðisfl. í ríkissjórn.Það er kominn tími til að stöðva Sjálfstæðisfl. í því að geta  tekið nánast af vild einhvern hinna flokkana til liðs við sig í ríkisstjórn.Tuttugu ára samfelld seda sama flokks í ríkisstjórn er lýðræðinu ekki holt,auk þess að vera mestan hluta s.l.aldar í ríkisstjórn.

Kristján Pétursson, 13.5.2007 kl. 17:22

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það gladdi mig að Marshallinn komst ekki inn.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2007 kl. 20:44

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

"linnulausar óverðskuldaðar árásir íhaldsins á ISG  s.l.tvö ár vakið mikla andúð Samfylkingarmanna á íhaldinu"
Þetta er rangt en mér finnt Samfylkingarmenn hafa verið mjög ósanngjarnir í umræðunni um Sjálfstæðisflokkinn og þá sérstaklega Össur.
Samfylkingin tapaði 2 þingmönnum þrátt fyrir nýjan formann.  
Aðalmálið er að stjórnin hélt. Sjálfstæðisflokkurinn bætt við sig 3.þingmönnum eftir 16 ára stjórnarsetu og ég er sammála Geir að halda áram þessu stjórnarsamstarfi.
Það er mikið gleðiefni að Sjálfstæðisflokkurinn er með 1.þingmann í öllum kjördæmum - glæsilegt.


Við höfum aldrei haft það betra.

Óðinn Þórisson, 14.5.2007 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband