Jón Sigurðsson og Ómar Ragnarsson syngja um 2012

Formenn flokkanna Mér fannst það algjörlega magnað móment í gærkvöldi í leiðtogaumræðum í Ríkissjónvarpinu þegar að Jón Sigurðsson og Ómar Ragnarsson fóru allt í einu að syngja saman lagið Árið 2012, við texta eftir Ómar. Lagið varð ódauðlegt í glæsilegum flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar sumarið 1969.

Þetta hófst með því að Jón talaði um að Ómar hefði sagt hvernig textinn varð til. Allt í einu byrjuðu þeir að syngja lagið saman. Fannst þetta mjög skondið augnablik en þarna braust eiginlega út létti karakterinn í Jóni, sem því miður hefur lítið sem ekkert sést af síðustu mánuði. Kannski var það stóri feill Framsóknar að hafa ekki sýnt léttari hliðar á Jóni í þessari kosningabaráttu.

Það er víst óhætt að segja að Ómar Ragnarsson hafi lífgað upp á þessar leiðtogaumræður í gegnum kosningabaráttuna og það hvernig honum tókst að fá Jón Sigurðsson til að syngja með sér um árið 2012 var ansi magnað móment. Reyndar hefur mér alltaf fundist þetta gott lag.

Texti Ómars við lagið er auðvitað hrein snilld. Sumt í framtíðarsýn Ómars til ársins 2012 séð frá 1969 hefur ræst, sumt er auðvitað fjarri lagi. En lagið lifir góðu lífi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér fannst ótrúlega gaman að hlusta á þá, þetta var eitt af uppáhaldslögunum mínum 1969 og þá hugsaði maður ekki einu sinni fram að aldamótum, það var svoooo langt framundan.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Óskar: Já, tek undir það. Jón er mjög skemmtilegur maður og það vantaði að sýna þá hlið mun meira en gert var.

Ásdís: Já, þetta er alveg yndislegt lag. Hefur elst vel, enda er Villi Vill gullaldarsöngvari. Alveg yndisleg lögin með honum og líka Ellý systur hans.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.5.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband