Viðræður halda áfram - VG móðgar Framsókn

Siv, Jón og GeirÞað er ljóst eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins í kvöld að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur fullt umboð þingflokksins til að ræða um myndun ríkisstjórnar eins og hann telur best henta. Viðræður halda áfram milli stjórnarflokkanna. Eins og fyrr segir í kvöld eru kjaftasögur um að Framsóknarflokknum hafi verið boðnir fjórir ráðherrastólar í endurmyndaðri ríkisstjórn.

Það má búast við að formenn stjórnarflokkanna haldi áfram viðræðum á morgun og fari yfir stöðuna. Ríkisstjórnin situr áfram, enda hélt hún velli og því ekki beinlínis nein hraðferð á stöðunni. Í kvöld sá ég viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í sjónvarpi. Þar tók hann auðvitað undir allt sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur sagt í þessum efnum. Stjórnin hélt velli og hún hefur fulla stjórn á atburðarás svo framarlega að vilji sé um að ræða um áframhaldandi samstarf.

Það var fróðlegt að sjá hæðnislega móðgun VG í garð Framsóknarflokksins í dag. Þar var Framsókn boðið upp á þann kostulega díl að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG vantrausti og vera þögull hornkarl til hliðar. Þetta eru flokkarnir sem æ ofan í æ hafa móðgað Framsóknarflokkinn og dengt yfir þá ósómanum. Síðast í kvöld sá ég grein eftir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformann Samfylkingarinnar, þar sem hann skrifar hæðnislega um Guðna Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformann Framsóknarflokksins. Það virðist ekki vera neitt nema skens á bakvið þetta blaður vinstriflokkanna.

Ég er reyndar enn að hugsa um hvort að VG hafi verið alvara með þessu boði. Þetta hlýtur að hafa verið grín. Þetta hlýtur að vera tilboð sem varla þarf að svara. Annars sýnist mér að Björn Ingi Hrafnsson hafi afgreitt þetta svokallaða tilboð pent og glæsilega á vef sínum. Þetta er auðvitað ekkert nema móðgun við Framsóknarflokkinn. Orð Höskuldar Þórhallssonar, alþingismanns, síðdegis um að hann vilji samstarf verður túlkað sem vilji hans og Valgerðar Sverrisdóttur um áframhaldandi samstarf. Ekki er ég hissa hafandi fengið svona skelfilegt tilboð um ekki neitt upp í hendurnar.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næstu dögum. Meirihluti á Alþingi er í höndum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þjóðin kaus ekki ríkisstjórnina frá völdum. Það er mjög einfalt mál. Stjórnarflokkarnir eiga að taka sér góðan tíma til að velta fyrir sér næstu skrefum. Persónulega tel ég að það eigi að láta reyna á þetta samstarf, enda sé ekki farartálma framundan í þeim efnum. Það liggur ekkert á, einfalt mál það!


mbl.is Geir: Sérstök ákvörðun ef stjórnarsamstarfið heldur ekki áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Næstu fjögur árin verða sæt. Húrra!

Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Við höfum nokkrir Samfylkingarmenn rætt um,að Samfylkingin eigi alls ekki að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisfl.Svarið augljóst og skýrt:Samfylkingin er eina mótvægið vegna stærðar sinnar fyrir kjósendur gegn Sjálfstæðisfl.Stærðarmunur flokkanna í 2.síðustu alþingiskosningum hefur verið frá 4-10%,sem er minni munur en er á breska Íhaldsfl. og Verkamannafl.Þar dettur engum í huga samstarf milli þeirra flokka í ríkisstjórn.Samfylkingin er í reynd eina alvöru mótvægið í ísl.stjórnmálum gegn Sjálfstæðisfl. og verður því að gæta stöðu sinnar, sem önnur megin stoð þjóðarinnar á þeim vettvangi.

Ef Samfylkingin hoppar upp í til Sjálfstæðisfl. missir hún traust kjósenda,sem aðalmótvægið  gegn honum og mun þá skeppa saman og verða aftur smáflokkur,sem íhaldið getur nýtt sér að vild sbr. Viðreisnarstjórnina,sem nánast gekk að Alþýðufl.dauðum og nú er Framsóknarfl.í sömu sporum.

Kristján Pétursson, 14.5.2007 kl. 21:36

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég verð bara að segja (nenni ekki að rökstyðja þar sem mér þykir vera nóg að skoða umsagnir framsóknarmanna), að það er sama hvað sagt er við framsókn það telst ekki móðgun.

Framsóknarflokkurinn hefur svívirt stjórnarandstöðuna fyrir hverjar kosningar sem ég hef fylgst með og á því skilið nokkur vel valin orð hvort heldur sem er frá stjórnarandstöðu sem og hinum stjórnarflokknum.

Svo er ég á því að samfylkingin egi ekki að fara í ríkisstjórn eftir þennan svokallaða "varnarsigur" (í mínum huga TAP!).

Sigurvegarar kosninganna geta rætt um samstarf (D & VG) en ef ekkert gengur þá má skoða að fá frjálslynda flokkinn með núverandi stjórn til að styrkja hana.

Þetta er að minsta kosti mín skoðun.

Ólafur Björn Ólafsson, 14.5.2007 kl. 23:26

4 Smámynd: Rúnar Þórarinsson

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað sumir álitsgjafar muni segja um stöðuna og lýðræðið þegar (og ef) "rauðgrani"(les:græna) tekur við völdum.  Því verður auðvitað ekki trúað að jafn mikill "prinsip" maður í stórnmálum og Steingrímur J. muni fari í stjórn með framsókn, eftir það sem á undan er gengið.  En ég get alveg lofað ykkur því að "madamman" er tilbúin, það heyrðist glöggt á viðtalinu við nýja þingmann þeirra hér í NE, þannig að framsókn verður ekki í vandræðum með að setja upp "vinstra brosið" ef þess þarf með.  Svo vona ég að þessi sögusögn um ráðherrafjöldan eigi ekki við rök að styðjast, finnst að farmsókn eigi í mesta lagi að fá 3 ráðherra.

Rúnar Þórarinsson, 14.5.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband