Eru vinstri grænir að biðla til Sjálfstæðisflokksins?

SJS Það er greinilegt að VG horfir til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Annað verður ekki séð af hlægilegu "tilboði" VG til Framsóknarflokksins um að þeir verji minnihlutastjórn sína og Samfylkingar. Framsóknarflokkurinn væri betur kominn í stjórnarandstöðu en sem aukahjól vinstri flokkanna. Þetta sést enda vel af viðbrögðum framsóknarmanna í dag að þeim er ekki beint skemmt.

Annað hvort eru vinstri grænir aðeins að sparka í framsóknarmenn sér til skemmtunar eða gera það gagngert til að koma vinstristjórnarkosti út af borðinu. Það lítur út fyrir að VG sé farið að biðla til Sjálfstæðisflokks um vist í tveggja flokka stjórn. Þetta sást vel í Silfri Egils á sunnudaginn og í tali Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, í leiðtogaumræðum á sunnudagskvöldið í Ríkissjónvarpinu þar sem hann var að fárast yfir sjónvarpsauglýsingum ungra framsóknarmanna sem voru svar við Zero framsóknar-nælum ungra vinstri grænna.

Það er greinilegt að VG er komið á biðilsbuxurnar til hægri. Í kvöld tókust þeir á Guðni Ágústsson og Ögmundur Jónasson. Þar kom vel fram að einn stærsti möguleikinn um stjórnarmyndun sem Ögmundur nefndi er einmitt stjórnarkostur VG og Sjálfstæðisflokks. Það verður fróðlegt að sjá hvort að vinstri grænir fari að sýna meiri ástúð fyrir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum.

mbl.is Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Ekki vil ég sjá þessa Guðlausu kommúnista í ríkisstjórn vorra Sjálfstæðu.

Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 08:01

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Mér finnst það liggja um augum uppi að besti leikur Sjálfstæðisflokksins í stöðunni er að skipta út gamla Framsóknarflokknum fyrir þann nýja VG. VG er sá armur upprunalega Framsóknarflokksins sem kenndi sig við bæjarradikana Jónasar frá Hriflu. Jónas vildi á sínum tíma stofna vinstri flokk í anda annarra Norrænna flokka. Sagt hefur verið að Steingrímur J. sé ekkert annað en róttækur framsóknarmaður í anda Jónasar frá Hriflu. Samskonar stjórnmálamaður og núverandi forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímssonar sem einmitt sagði sig úr Framsóknarflokknum þegar vinstri mönnum var þar ekki lengur vært vegna hægri áherslna eftir 1971.

Jón Baldur Lorange, 16.5.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband