Serbía sigrar í Eurovision - skrautleg keppni

Marija Serifovic Það var mjög sérstakt að horfa á Eurovision þetta árið, eins og hin fyrri. Það er greinilegt að austurblokkin hefur þar öll völd og ræður för. Það kom því ekki að óvörum að Serbía myndi sigra keppnina. Einhvernveginn eru yfirburðir austurblokkarinnar orðin svo áberandi að það hættir að koma manni í raun og veru á óvart. Stigagjöfin á laugardagskvöld var svo landamæramiðuð að með ólíkindum var.

Mér fannst serbneska lagið mjög fallegt og það verðskuldaði vissulega sigur. En mörg önnur lög verðskulduðu sigur. Vond útreið V-Evrópuþjóðanna í undanriðlinum var gríðarlega áberandi. Sérstaklega vakti vond staða Íslands mikla athygli. Hinsvegar var Eiríkur Hauksson sorglega nærri því að komast áfram. Honum vantaði svipað lítið upp á það og Silvíu Nótt fyrir ári þegar að hún datt út með Congratulations.

Enn er talað um hvað eigi að gera varðandi þessa keppni. Það er ljóst að eitthvað verður að stokka hana upp. Mér finnst ekki galin hugmynd að hafa einfaldlega tvær keppnir á svipuðum tíma, þar sem annarsvegar er fókuserað á vesturhluta Evrópu og hinsvegar austurhlutann. Þetta eru mjög ólíkar tónlistarstefnur og samræmast illa. Þetta eru tveir menningarheimar, enda mjög ólík svæði.

En það væri gott að heyra í þeim sem lesa um hvað hafi verið uppáhaldslagið þeirra og hvað þeim finnst að eigi að gera varðandi keppnina.

mbl.is Veðjaði aleigunni á sigur dóttur sinnar í Evróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Serbneska lagið heillaði mig alveg upp úr skónum. Var með gæsahúð allt lagið og það hreif mig með sér. Ég hefði líka valið það sem sigurlagið í ár... af öllum lögunum!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 15.5.2007 kl. 12:59

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta var hiklaust besta lagið af þeim sem urðu ofarlega í ár. Þetta var mjög fallegt lag. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.5.2007 kl. 13:05

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Algjörlega sammála Tómas. Þetta voru bestu lögin, höfum greinilega líkan tónlistarsmekk. Það var skandall að Botnleðja fór ekki út með Eurovisu. Talandi um það yndislega lag, þarf að setja það í tónlistarspilarann. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.5.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband