Sjálfstæðisflokkurinn styrkist á landsfundi

Kraftur og samstaða einkenndu 42. landsfund Sjálfstæðisflokksins - flottur fundur sem styrkir flokkinn að svo mörgu leyti. Ungir sjálfstæðismenn komu sterkir til leiks og geta verið stoltir af sínu glæsilega verki. Ungliðarnir eiga að vera samviska flokksins og láta í sér heyra. Flokknum farnast best þegar ungir eru öflugir og sýna kraft hugsjóna.

Forystan stendur sterk að fundi loknum - hefur sterkt og gott umboð. Bjarni Benediktsson hefur fengið mörg mótframboð í gegnum sex ára formannstíð sína. Nú var samstaðan um verk hans mikil og kemur ekki á óvart. Hann hefur staðið sig frábærlega sem formaður flokksins í ríkisstjórn, verið ábyrgur og traustur fjármálaráðherra.

Okkar kæra Ólöf Nordal var kjörin að nýju varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Gott að fá hana aftur í forystuna. Hún er traust, töff og sannur leiðtogi. Hún hefur verið góður innanríkisráðherra - kjósendur treysta henni og bera virðingu fyrir henni. Ólöf er líka traustsins verð - mikils virði að hún hafi snúið aftur af fullum krafti í stjórnmálin.

Innkoma Áslaugar Örnu í forystusveitina er mikilvægt skref fyrir flokkinn að bæta stöðu sína meðal ungra kjósenda. Þar er verk að vinna og engum betur treystandi til að vinna að því verki nema ungum sjálfstæðismanni sem nýtur trausts og virðingar eftir glæsilega framgöngu sína á fundinum. Mikið framtíðarefni í henni Áslaugu.

Við horfum til framtíðar. Nú er næsta verk að styrkja stöðuna fyrir næstu þingkosningar og þétta raðirnar. Það verk hófst klárlega á þessum landsfundi frelsis, jafnréttis og framtíðar. Við erum best!


mbl.is Frjálslyndið í fyrirrúmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óttaleg meðvirkni er þetta í þér, Stefán, og hallelúljatónn yfir afleitri frammistöðu landsfundarins. Ég hefði búizt við öðru af þér.

Ertu í alvöru fylgjandi þessari vinstrikratísku bylgju í samþykktum landsfundar, fyrir einhverja öreindahópa í samfélaginu, sem og þeirri stefnu að leyfa líknardráp og staðgöngumæðrun á kostnað fátækra kvenna og að "auka forræði kvenna yfir eigin líkama"* (og átt sérstaklega við móðurífið -- um leið grænt ljós á fósturdeyðingu að kröfu konu -- þvert gegn kristinni siðferðiskenningu), auk þess að fundurinn samþykkti blóðgjöf samkynhneigðra karla, þvert gegn faglegu áliti lækna og blóðmeinafræðinga!

Sittvað annað vitlaust var samþykkt á þessum landsfundi, og svo var það gunguháttur hans gagnvart landsfundarsamþykktar-óvirðandi Bjarna Ben. og fylginauta hans í ESB-málunum, sbr. H É R !

* "Sjálfstæðisflokkurinn vill auka forræði kvenna yfir eigin líkama: 

Það er sjálfsagt frelsismál að konur hafi fullt forræði yfir eigin líkama. Því ætti staðgöngumæðrun að 

vera leyfð." (Úr ályktun velferðarnefndar landsfundar 2015, lokaályktun, sjá http://www.xd.is/media/landsfundur15/alyktanir/Velferdarnefnd---Landsfundur-Sjalfstaedisflokksins-2015.pdf.)

 

Jón Valur Jensson, 27.10.2015 kl. 14:07

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ekki er ég sammála öllu sem ungir komu með. En það er gott að þau láti í sér heyra og séu virk.  Það er engin framtíð í flokki þar sem ungt fólk er ekki virkt. Pent sagt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.10.2015 kl. 20:18

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Ég ég efast nú um það.  Finnst allir vera að veiða fylgi af sömu 30-40% kjósenda.

Þetta verður aftur "kjósum D vegna þess að annars fáum við VG eða S," ekki vegna þess að fólk er almennt svo sammála þeim.

Fæ ekki betur séð en ungliðas D séu orðnir skríll sem mér lýst illa á.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.10.2015 kl. 23:35

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, Stefán.

Það er samt ekki gott, að unga fólkið reyni á virkan hátt að þagga niður í öðrum eð hávaða, eins og mörg þeirra gerðu, þegar Gústaf Níelsson freistaði þess að halda sína tölu. Þar að auki eru ýmsar helztu áherzlur þeirra eða nýmæli ekki af hinu góða, og þar muntu vera mér sammála mér að einhverju leyti.

Ekki það, að ég haldi því fram, að allt frá landsfundinum sé slæmt, þar finnast líka í samþykktum hans góðir hlutir og prýðilega orðaðir. Dæmi um það er ályktun frá stjórnskipunar- og eftirlitsefnd landsfundar; þar eru t.d. mjög góðir hlutir um stjórnarskrármálið, en einnig aðrir lakari, sem er engan veginn hægt að fella sig við, Íslands vegna, og ennfremur er þar slæm tillaga um að leggja niður landsdóm. A.m.k. þrír ráðherrar Jóhönnu-stjórnar ættu að mínu áliti að fara fyrir þann dóm vegna stjórnarskrár- og lögbrota.

Jón Valur Jensson, 27.10.2015 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband