Rétt ákvörðun - Geir og Ingibjörg Sólrún funda í dag

Geir og Ingibjörg Sólrún Það leikur enginn vafi á því í huga mér að það var rétt ákvörðun að binda enda á stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Grunnur samstarfsins var brostinn, þetta hafði sést mjög vel síðustu dagana og engin önnur ákvörðun í stöðunni nema að stokka spilin upp og líta í aðrar áttir. Það var auðvitað rétt upphafsskref í viðræðum eftir kosningarnar á laugardag að ræða við Framsóknarflokkinn og kanna hver grunnur mála væri. Það hefur verið ljóst síðustu daga að mikið hefur vantað á.

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir munu hefja stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar strax í dag og mun fyrsti fundur þeirra verða nú á fimmta tímanum. Eins og fyrr segir mun Geir H. Haarde biðjast lausnar á Bessastöðum í fyrramálið og helgin fer í að mynda nýja ríkisstjórn. Það er ekki mikill vafi í huga mér yfir því að þessir flokkar muni mynda stjórn og verður fróðlegt að sjá hversu hratt þessum flokkum gangi að ná saman.

Það mun eflaust taka samt sem áður einhvern tíma að mynda grunn undir nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það þarf að byggja upp nýjan stjórnarsáttmála og byggja undirstöður nýs samstarfs. Það er auðvitað mjög gagnlegt hversu stórir þingflokkar tilheyra Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Ekki verður deilt um styrkleika aflanna, en það verða eflaust einhver málefni sem þarf að útkljá vel til að byrja með. En heilt yfir sjást fáir farartálmar á leiðinni. Ég tel að báðum flokkum sé það mjög í mun að tryggja að þeir nái saman.

Það er gömul þjóðsaga að okkur sjálfstæðismönnum sé illa við Ingibjörg Sólrúnu Gísladóttur. Hún hefur aldrei unnið með Sjálfstæðisflokknum og verið andstæðingur okkar. Sú tíð virðist á enda runnin. Ég held að heilt yfir geti Geir og Ingibjörg Sólrún unnið vel saman og tryggt traustan grunn undir málin sem framundan eru. En á það verður að reyna og eðlilegast að þessi valkostur sé fyrstur á borðið nú við lok stjórnarsamstarfsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir Bloggvina svarið, ég les svo oft greinarnar þínar og þær eru góðar. Ég virðist ekki vera ein um þá skoðun, sú skoðun er býsna almenn hérna í Bloggheimum.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 17.5.2007 kl. 16:39

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð orð um bloggið Sóldís Fjóla. Gott að fá þig sem bloggvin.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.5.2007 kl. 16:46

3 identicon

Ef Akureyrarmódelið næst á landsvísu er það gott mál. Við saman í liði - tvöfallt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 17:06

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já Gísli, mér líst mjög vel á þennan valkost. Það hefur alltaf verið skoðun mín að þetta sé fyrsti valkosturinn ef þessi stjórn hrökkvi upp fyrir og sú verður raunin. Tel að þetta verði farsæl ríkisstjórn sem geti unnið lengi saman.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.5.2007 kl. 17:18

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Þetta er vissulega rétt hjá þér Stefán Friðrik að allt útlit er fyrir nýja viðreisnarstjórn sem mætti kannski kalla SS-stjórn. Það sem styður það eru líka sögusagnir sem voru komnar á kreik fyrir kosningar að ákveðin öfl í þjóðfélaginu væru búin að ákveða þetta þó maður eigi náttúrulega ekki að taka mark á slíkum samsæriskenningum. Ég held þó að undiraldan í málinu sé sterk og allt geti gerst - þetta gæti verið flókin leikflétta hjá Sjálfstæðisflokknum - sem endaði með D+VG stjórn. Ef forystumenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ná hins vegar að byggja upp traust í komandi stjórnarmyndarviðræðum þá getur allt gerst. Spyrjum að leikslokum. Spennan heldur áfram frá kosninganóttinni.

Jón Baldur Lorange, 17.5.2007 kl. 17:57

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við XD menn erum sameinaðir sem fyr/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 17.5.2007 kl. 18:05

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð komment Jón og Halli.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.5.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband