Ólafur Ragnar felur Geir stjórnarmyndunarumboð

Geir og Ólafur Ragnar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur falið Geir H. Haarde, formanni Sjálfstæðisflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. Geir baðst lausnar fyrir fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir stundu og hefur forseti Íslands fallist á þá lausnarbeiðni og starfar fráfarandi stjórn nú aðeins sem starfsstjórn.

Það er mjög skynsamlegt af forseta Íslands að veita Geir H. Haarde nú þegar umboð til myndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ræða ekki við aðra flokksformenn áður en sú ákvörðun er tekin, enda liggur fyrir samkomulag þessara flokka um viðræður og öllum ljóst að enginn annar meirihluti til myndunar ríkisstjórnar er í myndinni. Það hefði ekkert komið út úr þeim viðræðum nema hið augljósa að nýr og afgerandi meirihluti blasi við og það er eini stjórnarkosturinn í stöðunni sem uppi er.

Það ætti að taka skamma stund að mynda stjórn þessara flokka ef allt er eðlilegt. Það er mjög mikilvægt að forseti hafi falið flokkunum, sem afgerandi þingmeirihluta hafa og ákveðið hafa að ræða saman formlegt umboð til að mynda stjórn. Það ætti að taka einhverja daga að mynda slíka stjórn og eflaust munu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taka sér helgina í að fara yfir málin og mynda þann grunn sem mikilvægur er í nýrri ríkisstjórn flokkanna. Bæði hafa þau afgerandi umboð flokka sinna til stjórnarmyndunar.

Það er raunalegt að sjá yfirlýsingu frá Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknarflokksins, rétt í þessu þar sem hann talar um svik og býður Samfylkingunni mögulega forsætið. Ég held að það væri rétt fyrir Framsóknarflokkinn að jafna sig utan stjórnar og reyna að horfast í augu við það mikla afhroð sem hann varð fyrir um síðustu helgi. Hann er algjörlega umboðslaus eins og reyndir forystumenn innan hans hafa manna best bent á síðustu dagana.

mbl.is Geir falið að mynda nýja ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Stefán:Ég held að þessi ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum sé það besta fyrir vlandsmenn,
E r líka sammála þér í því að Framsóknarflokkurinn eigi að taka sér frí,fáheyrt að flokkur sem býður jafnmikið afhroð og þeir gerðu ætli samt sem áður í ríkisstjórn,en semsagt Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mögulega saman í stjórn,gott  mál.

Magnús Paul Korntop, 18.5.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband