Þingvallastjórn með viðreisnarsvip í pípunum

Ingibjörg Sólrún og Geir Það er viðeigandi að ný viðreisnarstjórn sé mynduð á Þingvöllum og verði kennd við þann merka stað í íslenskri sögu. Fyrir einum og hálfum áratug var síðasta viðreisnarstjórn mynduð í Viðey af Davíð Oddssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni og var kennd við eyjuna. Ég man auðvitað mjög vel eftir vorinu 1991 þegar að sú stjórn var mynduð - mér fannst það mjög góð stjórn framan af og hún kom mjög fersk til verka og var öflug í upphafi, en sligaðist síðar af innanbúðarvandamálum Alþýðuflokksins.

Það er alveg ljóst að væntanleg ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur mjög sterkt umboð þegar að hún tekur til verka á næstu dögum. Hún hefur sterkt umboð til að koma öflugum verkum í framkvæmd og hefur ennfremur sterkt umboð til að tala af krafti máli sem hefur sterkt umboð frá kjósendum, ólíkt því sem endurmynduð stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á fjórða kjörtímabili hefði fengið. Hefði hún haldið áfram hefði þar farið lömuð stjórn með varla starfhæfan meirihluta og hver og einn einasti þingmaður hefði getað sagt með þjósti í krísu: "Hér er ég og þetta vil ég fá!". Það hefði verið ólíðandi ástand og ég held að hvorugur flokkurinn hefði getað verið sæll með sig yfir þeirri stöðu. Þetta var óstarfhæft dæmi. Það blasti sífellt betur við eftir því sem leið á vikuna.

Við fáum stjórn með skýrt umboð gangi það eftir sem allt stefnir í. Þarna fara jú þeir flokkar sem njóta stuðnings 2/3 hluta kjósenda. Á Þingvöllum er myndaður grunnur að stjórn þar sem hægt verður að vinna með elju og atorku að leiðarljósi. Eflaust verður horft í aðrar áttir en við sjálfstæðismenn gerðum með Framsóknarflokknum. Það er eðlilegt þegar að nýr grunnur er byggður á öðrum stað að þeir sem vinna vilji gera hlutina með öðrum brag. Síðasta viðreisnarstjórn hafði gott umboð til að horfa til nýrra tíma á öðrum grunni en missti móðinn vegna innanflokksklofnings Alþýðuflokksins sem endaði er á hólminn kom sem harmleikur fyrir alla þá sem voru í þeim flokki við stjórnarmyndun vorið 1991.

Margir framsóknarmenn með formann sinn í fararbroddi hafa í illsku sinni og gremjukasti kennt þessa nýju stjórn sem er í burðarliðnum við Baug. Það er mjög ómerkilegt finnst mér af þeirra hálfu. Þetta er eitthvað sem kom upp úr Guðna Ágústssyni að kvöldi uppstigningardags þegar að hann var hundfúll yfir sinni stöðu. Í illsku sinni kenndu framsóknarmenn sjálfstæðismönnum um að þeir væru að detta af stólum valda og áhrifa. Þeir mega ekki gleyma því að þjóðin kaus þá út. Framsóknarflokkurinn varð fyrir sögulegu áfalli í þessum kosningum - hann þurrkaðist út í Reykjavík og formaður flokksins féll mikla höfnun yfir sig í höfuðstaðnum. Hann hlaut ekki tiltrú kjósenda til að taka sæti á Alþingi. Staða hans er vond.

Ég skil ekki illsku sumra sem í gremjunni nota svona orð. Það er svosem þeirra mál. Það verður þó ekki tekið af þessum flokkum að þeir hafa sterkt umboð. Þegar að stjórnin tekur til valda hefur hún umboð sem skiptir máli að öllu leyti. Þetta er stjórn sem enginn efast um að hafi styrk og kraft til verkanna sem mestu skipta á akrinum. 

Það er mjög viðeigandi að stjórnin nýja verði kennd við Þingvelli. Það er ekki amalegt að vinna gott verk á svo sögufrægum stað og mjög viðeigandi að hún hafi þá góðu tengingu í nafngift.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Þingvallarstjórnin er rétta nafngiftin.Ég held að stjórnarsáttmálin sé í góðum farvegi,en eins og oft áður verður ráðherralistinn torveldari,einkanlega hjá Sjálfstæðisfl.

Kristján Pétursson, 20.5.2007 kl. 00:30

2 Smámynd: Hallur Magnússon

"Þingvallastjórnin" var mynduð fyrir 12 árum á Þingvöllum. Það var ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Hins vegar er nú verið að mynda "Baugsstjórn".

Væntanlega verður einn hluti málefnasamningsins einkavæðing í heilbrigðiskerfinu - eða kannske Baugsvæðing í heilbrigðiskerfinu. Meira um það í pistlinum Verið að semja um Baugsvæðingu heilbrigðiskerfisins?

Hallur Magnússon, 20.5.2007 kl. 00:32

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hörmulega hallærislegir blessaðir Framsóknarmennirnir bæði með fýlu sinni og uppnefnum - Og það eru leifarnar af pólitíska armi SÍS-veldisins sem svona talar. Reyndar tel ég að hrun SÍS og kaupfélaganna sé orsök þess að tryggðarrætur fólks við Framsókn hafa morknað og fúnað, tryggð við Kaupfélagið og tryggð við Framsókn var nærri eitt og það sama, og svo  aftur vanmáttur flokksins til að bregðast við þeim samfélagsbreytingum.

Helgi Jóhann Hauksson, 20.5.2007 kl. 00:47

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Helgi, það er naumast að þú ert viðkvæmur - hér og annars staðar á blogginu - vegna Baugs - þess annars ágæta fyrirtækis sem hefur náð ótrúlegum árangri á grunni dugnaðs og staðfestu þeirra sem þar hafa verið í fararbroddi!

... og þessi heift út í Framsókn! Hefur flokkurinn gert þér eitthvað? Eða fékkstu ekki vinnu í kuffélaginu í gamla daga?

Hallur Magnússon, 20.5.2007 kl. 00:52

5 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Já spældir eru þeir framsóknarmennirnir. Erfitt er að sjá hvernig það stenst að til verði meiri hægri stjórn en hefur setið hér undanfarin 12 ár með innkomu öflugs jafnaðarmannaflokks eins og Samfylkingarinnar. Framsóknarflokknum var hafnað í kosningunum fyrir viku. Það er staðreynd.

Ég sé að Ágúst Ólafur veltir þeim möguleika uppá á bloggsíðu sinni eftir að hafa verið á Þingvöllum í dag í viðræðunum við sjálfstæðismenn hvort Þingvallastjórnin sé ekki heppilegt nafn á tilvonandi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðismanna.

Magnús Már Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 00:53

6 Smámynd: Hallur Magnússon

"Þingvallastjórnin" er náttúrlega þjófnaður.  Þið verðið að koma með e-ð annað sem mótvægi við Baugsstjórnin - sem nátturlega mun lifa.

Það er rétt að Framsókn var hafnað í kosningunum á höfuðborgarsvæðinu.

Reyndar fékk Samfylkingin útreið - sem fellur í skuggan af afhroði Framsóknar. ISG væri væntanlega í afar erfiðum málum ef Framsókn skyggði ekki svona á - og ef hún hefði ekki komist í ríkisstjórn.

Hægri stjórn og hægri stjórn!  Sé ekki mjög mikinn mun á hægri vinstri ásnum vði þessa breytingu. Hins vegar er það jákvæða að Samfylkingin hefur möguleika á að halda við miðjuáherslum - ef hún heldur vel á spilunum.

Mér þykir spennandi að sjá hvernig skipting ráðuneyta verður. Tel það ósigur Samfylkingar ef hún fær ekki fjármálaráðuneytið. Það er mjög erfitt að hafa velferðarráðuneytin ef fjármálaráðuneytið fylgir ekki.

Stjórnin ætti að geta orðið farsæl og sterk - en hún gæti hins vegar orðið brothættari en menn gera sér grein fyrir þrátt fyrir mikinn meirihluta - ef ekki verður fullt jafnræði ráðherrastóla - og fjármálaráðuneytið fellur Sjálfstæðisflokknum í hlut á sama tíma og Samfylking fær velferðarráðuneytin.

Vona hins vegar að flokkunum beri gæfa til að endurskipuleggja stjórnarráðið. Ef það gerist ekki núna þá gerist það ekki.

En hvað sem þið segið elskurnar mínar - þá mun Baugsstjórnin verða nafn almennings á þessari ríkisstjórn :)

Hallur Magnússon, 20.5.2007 kl. 01:22

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Til Halls

Það er mikill misskilningur þinn ef þú lest það útúr orðum mínum að ég hafi haft nokkurn skapaðn hlut á móti Kaupfélögunum. Þvert á móti þá er ég kominn af miklu kaupfélgsfólki í báðar ættir sem varði lífi sínu og kröftum í þágu Samvinnuhugsjónarinnar og starfaði fyrir með og innan kaupfélaganna. Það breytir ekki þeirri skoðun minni sem lýsir alls engri andúð á kaupfélögunum að með hruni kaupfélaganna hafi orðið sú grundvallarbreytinga sem smá saman skilur Framsókn eftir rótar- og tryggðarlausan.

Einnig þá hef ég aldrei og hvergi varið Baug og hef þar ekkert að verja, -og heldur ekkert til að hata.

Helgi Jóhann Hauksson, 20.5.2007 kl. 15:08

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Takk fyrir þetta Helgi.

Skil hins vegar ekki þetta stæka Framsóknarhatur :)

Hallur Magnússon, 20.5.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband