Óbreyttur ráðherrafjöldi - jöfn kynjaskipting Samfó

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og flokksstjórn Samfylkingarinnar koma saman til að fjalla um stjórnarsáttmála flokkanna eftir nokkra klukkutíma og brátt liggur fyrir hverjir skipi ráðherrasæti í stjórninni. Ljóst er nú að ráðherrafjöldi verður óbreyttur, tólf sæti, líkt og var í fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Jafnframt er ljóst að jöfn kynjaskipting verður í ráðherraliði Samfylkingarinnar.

Það þarf svosem varla að koma að óvörum sú yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, að jöfn kynjaskipting verði í þeirra hópi. Hún hafði tekið það fram á flokksfundum í vetur að færi flokkurinn í ríkisstjórn yrðu hlutföll kynjanna jöfn og það eru flokkssamþykktir fyrir því að jöfn kynjaskipting eigi að vera til staðar í þessu tilfelli. Þetta vekur vissulega athygli, en það virðast sömu, eða allavega mjög lík, sjónarmið uppi til þessara mála og var innan Framsóknarflokksins, en þar hafa um nokkuð skeið verið jöfn hlutföll, ef undan er skilinn forsætisráðherraferill Halldórs Ásgrímssonar.

Ég hef persónulega aldrei talað fyrir því að festa þessi hlutföll í sessi. Mér finnst mikilvægt að uppröðun ráðherrasæta eða embætta að öðru leyti eigi ekki að ráðast einvörðungu eftir kynferði. Vissulega er mikilvægt að konur eigi sína fulltrúa, en mér finnast þetta undarleg viðmið sem fest í sessi með þessum hætti. Mér finnst vissulega mjög mikilvægt að konur hafi tækifæri og stuðning til verka. Það er þó ekki eðlilegt að binda þessa stöðu óháð öllum viðmiðum. Konur eiga að hljóta embætti af þessu tagi vegna verðleika sinna og krafts í stjórnmálastarfi en engu öðru. Hafi konur stuðning til verka og ráðherrasetu í þessu tilfelli hafa þær afgerandi stuðning.

Það verður fróðlegt að sjá stöðu mála með kvöldinu. Það virðist ekki hafa náðst samstaða eða sameiginlegur grunnur innan flokkanna um að stokka upp skipan ráðuneyta eða grunnmála Stjórnarráðsins. Hinsvegar hafa einhver verkefni verið færð á milli. Í ljósi þessa er ljóst að stólarnir eru tólf, sex hjá hvorum flokki. Þrjár konur verða ráðherrar innan Samfylkingarinnar og því ljóst að ekki munu allir kjördæmaleiðtogar Samfylkingarinnar, sem flestir voru karlkyns, verða ráðherrar að þessu sinni.

Þetta verður merkilegur kapall sem verður áhugavert að sjá ráðast með kvöldinu.

mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband