"Fagra álver" - var hlutur Samfylkingarinnar rýr?

Steingrímur J. Sigfússon Mér skilst að vinstri grænir víðsvegar um landið séu nú farnir að uppnefna Fagra Ísland - stefnu Samfylkingarinnar í umhverfis- og stóriðjumálum - Fagra álver, eftir að stjórnarsáttmáli Þingvallastjórnarinnar var kynntur í dag. Það er skondið uppnefni eflaust að einhverra mati. Vinstri grænir eru súrir yfir sinni stöðu sem skiljanlegt er hafandi stokkið í áttina að lestinni og séð hana keyra hratt framhjá brautarstöðinni sinni. Þeir eru enn með tárin í augunum eftir þá dramatík alla sem var engu síðri en í vænni bandarískri sápuóperu.

Margir tala um að Samfylkingin hafi samið af sér í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Það tel ég ekki vera. Þetta er málefnagrunnur flokkanna og báðir þurftu að gefa sitt eftir og leita leiða til að samræma áherslur. Heilt yfir tel ég að báðir flokkar geti verið stoltir af þessu samstarfi. Væntanleg stjórnarandstaða frá og með morgundeginum bendir eins og klassískt er af fólki í slíkri stöðu á að stjórnarflokkar næstu ára séu að svíkja kjósendur sína. Það virðist þó meira falla í áttina til Samfylkingarinnar.

Það virðist vera mikið talað um að hér hafi verið mynduð Blair-Thatcherísk ríkisstjórn. Held að Steingrímur J. hafi sagt það í einhverju viðtalinu í dag. Heilt yfir er ég mjög sáttur við flest í þessum efnum og tel þetta vera stjórnarsáttmála sem byggir á nýjum tækifærum og horfir til nýrra tíma. Þess var þörf. Mjög mikilvægur áfangi sem næst. Þetta er líka samstarf öflugra afla, sem hafa afgerandi stuðning víða í samfélaginu. Þetta er stóra samsteypa fjöldans, að því leyti tel ég að hún taki við á mikilli bylgju stuðnings.

En nú reynir á nýja stjórn. Veit ekki hvort að hún fær hveitibrauðsdagana 100 alla til að sanna sig. Margir vilja uppstokkun strax og þess sjást merki fljótt að nýjir tímar eru komnir. Það verður að ráðast hvernig flokkunum gengur að vinna saman. Heilt yfir finnst mér merkilegt að heyra sögurnar frá stjórnarandstöðunni verðandi tala um þennan málefnagrunn og skil vel gremju vinstri grænna.

Það er mikið talað þar um að Samfylkingin hafi lympast niður. Veit ekki hvort svo sé. Væri áhugavert að heyra skoðanir þeirra sem lesa.

mbl.is Steingrímur: Samfylking virðist hafa gefist upp á umhverfismálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Að mínu mati er fráleitt að tala um að Samfylkingin hafi lympast niður.  Hennar uppskera er góð.  Hún fær í raun þau ráðuneyti sem hafa með að gera þau mál sem brenna hvað heitast á fólki og Samfylkingin lagði höfuðáherslu á í kosningabáráttunni, s.s. velferðarmál, iðnaðar og umverfismál og samgöngumál svo eitthvað sé nefnt.  Ég sem Samfylkingarmaður er hæstánægður!

Egill Rúnar Sigurðsson, 24.5.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Uppnefna- og stóryrðaárátta mannsins sem sprengdi alla möguleika á vinstristjórn með kröfu um afsökunarbeiðni Framsóknar daginn eftir kosningarer í besta falli afkáraleg.

Annars stafa áhyggjur Samfylkingafólks fremur af rýrum hlut úr skiptingu ráðuneyta og máflokka en vegna málefnasamningsins þar sem margt má túlka vel - en framkvæmdin er í ráðuneytunum. Stærstu mál Samfylkingarinnar velferðarmálin heyra ekki síst undir menntamálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti sem Sjálfstæðisflokkur fær bæði auk þess að hafa fjármaálaráðuneyti en húsnæðismál verðu nú flutt úr félagsmálaráðuneytinu í fjármaálaráðuneyti auk þess sem það er lykillinn að öllu því sem hin ráðuneytin vilja gera.

Það liggur því við að það sé helst umhverfisráðuneytið sem Samfylking fær til að tryggja að hún geti framfylgt stefnu sinni.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.5.2007 kl. 01:19

3 identicon

Pétur Tyrfingsson bloggar um þetta af mikillri skynsemi. Bæti hér engu við skrif þín eða hans. Sammála ykkur báðum. Akureyrarmódel á landsvísu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 10:19

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Það væri auðvitað afbragðs þægilegt að fara í stjórnarmyndunarviðræður og fá allt sem maður vill og lífið draumur í dós á eftir. Við Samfylkingarmenn fengum ekki öllu okkar framgengt en á flokksstjórnarfundi ríkti mikil sátt um samninginn, menn voru ánægðir með að sjá fjölmörg mál Samfylkingarinnar endurspeglast í samningnum og síðan hefst engin vegferð á því að hafa ekki trú á þeim samningi sem gerður er.

Hvað varðar Fagra Ísland þá endurspeglast töluvert - en ekki allt - úr þeirri stefnu Samfylkingarinnar í stjórnarsáttmálanum. Sem dæmi má nefna þau svæði sem flokkarnir samþykkja að vernda, fara ekki út í virkjanir í tvö ár á meðan verið er að gera rammasamning um náttúruvernd og margt fleira. Einnig eru bæði ráðuneytin sem snúa að álverum á hendi Samfylkingarinnar þ.e. umhverfisráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Samfylkingin hefur aldrei sagt, eins og ég hef reyndar margoft tekið fram, að aldrei verði byggð nokkur stóriðja í landinu framar. Við lögðum til að menn drægju nú andann, gerðu sér grein fyrir hvað þeir vildu vernda og hvað mætti nýta og í framhaldi af því teknar ákvarðanir um næstu skref. Þetta endurspeglar stórnarsáttmálinn og við erum mjög sátt við það.

Lára Stefánsdóttir, 24.5.2007 kl. 10:37

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Helgi Jóhann, tryggingamálin verða flutt úr heilbrigðisráðuneyti í félagsmálaráðuneyti utan sjúkratrygginga. Þar með eru öll mál sem tengjast beint velferð fyrir utan heilbrigðismálin á hendi Samfylkingarinnar. Ég viðurkenni að mér hefði þótt gott að hafa menntamálin þar sem ég tel að það hefði verið gott að leyfa stefnu Samfylkingarinnar að leika á öflugan hátt um það ráðuneyti en það er nú eins og það er í samstarfi fær maður ekki allt sem maður vill.

Lára Stefánsdóttir, 24.5.2007 kl. 10:40

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin og pælingarnar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.5.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband