Hlutur kvenna í ráðherravali Sjálfstæðisflokksins

Guðfinna S. Bjarnadóttir Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að mér finnst það mjög slæmt að hlutur kvenna hafi ekki verið betri í ráðherrakapal Sjálfstæðisflokksins. Sérstaklega hefði ég talið flokknum til sóma að Guðfinna S. Bjarnadóttir, ný forystukona flokksins í Reykjavík, hefði orðið ráðherra, en hún er þekkt af góðum verkum sínum fyrir Háskólann í Reykjavík og var mikill happafengur í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. En það verður ekki en ég er þó þess fullviss að Guðfinna eigi eftir að verða ráðherra í nafni flokksins síðar.

Staða mála í þessu ráðherravali var með þeim hætti að aðeins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var örugg um ráðherrastól af hálfu sjálfstæðiskvenna. Það var þröng staða utan um það. Við blasir að Geir tók þann kostinn að halda hópnum svo til óbreyttum. Staða Guðlaugs Þórs var mjög sterk, enda hefur hann lengi verið í stjórnmálastarfi og unnið lengi í innra starfinu áður en hann varð kjörinn fulltrúi í borgarstjórn og á Alþingi. Auk þess stóð Kristján Þór Júlíusson nærri ráðherrastól, en það er okkur sjálfstæðismönnum á Akureyri vægast sagt verulegt áfall að hann varð ekki ráðherra.

Þegar að velja þarf sex ráðherra í 25 manna þingflokki þar sem fjöldi öflugs og góðs fólks er til staðar vandast valið. Þegar fyrir valið voru þrjú ráðherraefni örugg; Geir H. Haarde, Þorgerður Katrín og Árni M. Mathiesen, eftir glæsilegan kosningasigur í nýju kjördæmi sínu. Þar fyrir utan var greinilega vilji þingflokks að standa vörð um stöðu Björns Bjarnasonar. Það var mikill persónulegur sigur fyrir Björn að halda sínum stól. Einar Kristinn varð ráðherra á miðju síðasta tímabili, þegar að Davíð hætti í pólitík og naut þess í valinu að hafa verið nýlega kominn inn og fær tækifæri til að halda áfram. Sturlu er skipt út eftir átta ára ráðherraferil, sem hafði stefnt í lengi.

Þetta ráðherraval er eflaust áfall fyrir sjálfstæðiskonur. Þær vildu að minnsta kosti eina konu í viðbót. Það er skiljanlegt, enda eru sjálfstæðiskonur í þingflokknum mjög glæsilegir fulltrúar flokksins og þær eru nokkrar þar sem ég vildi helst sjá í forystusess. Það er mjög sárt að ekki sé hægt að velja þær til þess hlutverks. Á síðasta tímabili höfðum við tvo kvenráðherra hluta kjörtímabils. Það var okkur verulegt áfall að missa Sigríði Önnu úr ráðherrastól þegar að Framsóknarflokkurinn gafst upp á forsætisráðuneytinu og við tókum þá ákvörðun að halda til ráðuneytaskiptingar fyrir innkomu Siggu. Það var sjónarsviptir af henni úr sínum verkum.

En þetta er staða mála. Abba verður áfram þingflokksformaður. Hún var valin þingflokksformaður fyrir tveim árum vegna mikillar þingreynslu sinnar og öflugs stuðnings hópsins. Abba hefur verið þingmaður okkar um árabil og við erum stolt af því að hún heldur sínum sess, enda átti hún það skilið. Áfall okkar var mikið yfir því að fá ekki ráðherrastól, enda erum við eina kjördæmi flokksins þar sem enginn ráðherrastóll er. Það er mjög dapurlegt að Kristján Þór hafi ekki notið tveggja áratuga sveitarstjórnarstarfa sinna og greinilegt að þau störf eru ekki metin neins sem grunnur í starfið í þingflokknum.

Staða mála er eins og hún er. Eins og fyrr segir hefði verið æskilegra að fleiri konur yrðu í forystusveit með ráðherrastörfum. Þetta er ekki góð niðurstaða enda eru margar hæfileikaríkar konur í þingflokknum sem áttu innistæðu fyrir því að taka sæti í ríkisstjórn.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg hefi trú á að Guðfinna og Jafnvel Bjarni Ben komi inn á siðari stigum/HallGamli

Haraldur Haraldsson, 23.5.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: E.Ólafsson

Það bar ekkert á Guðfinnu í kosningabaráttunni og persónulega finnst mér hún ekki koma alltaf vel fram. Hún passar ekki alveg í þessa orðahríð sem stjórnmál oft eru.  Hún þarf að sanna sig áður en hún getur talist sem efni í ráðherra segi ég.  Fyrri störf eru þó góð hjá henni, en það segir ekki allt

E.Ólafsson, 24.5.2007 kl. 00:07

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þið fáið nú einn gangagrafara Möllerinn  iss það er alveg nóg fyrir ykkur og nú mun hann svoleiðis rífa fylgið af Samfó hérna við Flóann.

Guðfinna er nýliði í Flokknum og hefur ekki svosem sýnt neitt af sér í framgöngu fyrir meginstefnu hans á neinum vetvangi.  Hún er auðvitað dugleg og hefur stjórnunarreynslu úr Versló Sorry Háskólanu í Rvík.

Þegar hún ver spurð í prófkjörinu, hvað hún hefði fram að færa sérstaklega svaraði hún  eitthvað á þessa leið .. ég er menntakona með akademíska reynslu, sem nýtist .....  Þetta fannst Miðbæjaríhaldinu nú heldur rýrt í roðinu, svo ekki sé meira sagt og að hluta giska hrokafullt. 

Gulli vann stóran sigur og er vel að sæti sínu kominn svo er um þa´hina sem áður störfuðu sem ráðherrar.

Vonandi gengur þetta vel en ég er svona konservatíft bjartsýnn.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 24.5.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband