Pólitískri þátttöku lýkur

Ég hef ákveðið að láta trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á þessu ári. Ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi í haust og mun ekki sækjast eftir að taka sæti í stjórnum sjálfstæðisfélaganna á Akureyri. Það er nokkuð um liðið síðan að ég tók þá ákvörðun að hætta virku stjórnmálastarfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og horfa í aðrar áttir.

Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef unnið með í áralöngu virku stjórnmálastarfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir gott samstarf og góð kynni í gegnum árin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þýðir þetta, að þú hættir að mæta á Landsfundi og svoleiðis mannfagnaði á vegum Flokksins?

 Eru menn að láta deigan síga, vegna nýrrar stjórnar??

Bestu kveðjjur en von um, að þú haldir áfram að blogga

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 24.5.2007 kl. 13:39

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð orð Jón Arnar

Takk fyrir kveðjuna Bjarni. Nei, ég mun að sjálfsögðu mæta á landsfundi áfram og vera virkur þannig, en ég tel orðið rétt að taka því aðeins rólega, ég hef verið virkur í þessu starfi árum saman og tel rétt að pása mig núna. Finnst þetta vera orðið vel gott. Það er hægt að vera virkur í pólitík með svo mörgum öðrum hætti en þessum. Ég mun svo sannarlega halda áfram að blogga af fullum krafti.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.5.2007 kl. 13:45

3 Smámynd: TómasHa

Sæll Félagi,

Það er leitt að heyra að þú ætlir að hætta þáttöku, ég vona að þér gangi vel í þeim verkefnum sem þú tekur þér fyrir hendur. 

TómasHa, 24.5.2007 kl. 15:30

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð orð Tommi og Þrymur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.5.2007 kl. 16:13

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þú kemur aftur inná sviðið eftir nokkur ár öflugur og þroskaður. Sjálfstæðisflokki veitir ekki ef djúphyglum, víðsýnum og manneskjulegum forystumönnum eins og þér.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.5.2007 kl. 20:14

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð orð í minn garð Baldur og Helgi.

Það má vel vera að einhverjum hafi líkað illa við mig og dæmt mig fyrirfram af einhverju. Ég veit það ekki, en ég hef alltaf sagt mínar skoðanir og verið málefnalegur í því. Þótti allavega vænt um þitt komment. Við eigum kannski eftir að hittast yfir kaffibolla og rabba saman. Gott pólitískt spjall er alltaf gott.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.5.2007 kl. 00:42

7 Smámynd: Rúnar Þórarinsson

Úfs,,  mér brá í brún þegar ég las þetta fyrst.  Hélt þú værir gengin úr flokknum.  En ég sé það að þú ætlar að halda áfram að mæta á fundi, eftir efnum og ástæðum, þannig að við munum halda áfram að hittast á þeim vettvangi.  Annað hefði verið ótækt.

Rúnar Þórarinsson, 25.5.2007 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband