Ógeð á netinu

Það er með ólíkindum að heyra fréttir af nauðgunartölvuleiknum RapeLay sem finnst á íslensku vefsvæði. Þetta er að mínu mati skelfilegt dæmi um það ógeð sem víða finnst á netinu. Þetta er skuggalegur sori, sem satt best að segja er mjög ógeðfellt að sjá að virkilega sé til í netheimum. Það er svosem ekkert nýtt að finnist svartir kimar á netinu, en þetta er nú með þeim svörtustu.

Mér finnst mikilvægt að það verði tekið á þessu máli og fagna viðbrögðum lögreglu í þeim efnum. Þetta er einfaldlega of svart til að horfa þegjandi á. Mér sýnist á viðbrögðunum að öllu siðuðu fólki sé brugðið yfir þessum ósóma. Ekki er ég hissa á því.

mbl.is Nauðgunarþjálfun á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú berð þetta saman við lög á Íslandi þá fær maður nokkra ára dóm fyrir að drepa mann en nokkra mánuði fyrir að nauðga.

Ætti þá ekki að banna alla þessa siðlausu skotleiki? 

Ágúst Már Gröndal (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Að vera með ógeð á netinu er ekki ósvip og að vera með ógeð á lífinu.

Netið endurspeglar heiminn. Það er ekkert til á netinu sem er ekki til á götum borga, um allan heim.

Þessi "leikur" er auðvitað mjög ósmekklegur og held að ég það séu nú flest allri sammála um það, þó svo að forvitninn hafi knúið hundruði manns til að sækja þennan "leik".

Lögreglan getur lítið gert. Þó svo að þetta sé alger viðbjóður, þá er þetta hugsanaglæpur og það verður hræðileg veröld sem við búum í, þegar það verður hægt að kæra þig fyrir að hugsa, án þess að framkvæma ( sama hversu ógeðfeld sem hugsuninn er )

Ég verð samt að viðurkenna að þetta kom mér ekkert á óvart, ef maður hefur verið á netinu, ferðast og skoðað heiminn með opnum hug. Þá rekst maður á ýmsar skuggahliðar mannkynns og get ég sagt þér að það er til markt ógeðfeldara en þessi leikur (ef það er hægt að flokka viðbjóð í mörg stig).

Held að 99.9% þeirra sem hafa verið að sækja hann hér á íslandi sé að spila þennan "leik" til að svala forvitni, en ekki löngunum. Það er himin og haf, þar á milli.

En ég vill enda á því að segja að íslenskir fréttamenn angaðu af vanþekkingu, þegar þeir fjölluðu um þessa frétt.

Ég verð hræddur um að það verði viðtal við lögregluna og talskonu stigamóta (eða feminista) í kastljósinu á morgun, þar sem það verður rætt um þetta á einhverjum heimsenda-nótum.

Þetta er gróf útgáfa af Bish?jo leikjum.

Ef það vill svo til að einhver fréttamaður lesi þetta blogg, þá mæli ég með því að hann skoði þessa hlekki og reyni að fræðast aðeins um það sem þeir eru að segja almúganum frá.

http://en.wikipedia.org/wiki/Bish?jo_game

http://en.wikipedia.org/wiki/Hentai

Það eru til bækur þar sem aðal söguhetjan er vondi kallinn alveg þangað til í síðasta kaflanum. Stundum verður maður að lesa alla bókina, til að geta tekið afstöðu til hennar. Hálfsögð saga er enginn saga.

Stundum er betra að sleppa að segja fréttir, ef þú hefur ekki fulla þekkingu á efninu og getur ekki frætt áhorfandan um málefnið. Annars fer fólk að dæma, án þess að vita nákvæmlega um hvað það er að tala.

Ég er ekki að verja höfund þessara "leiks". Mér finnst hann alveg jafn viðbjóðslegur, hvort sem hann er löglegur eða ekki.

En málið er það að þetta er ekki ólöglegt og á ekki að vera.

Baldvin Mar Smárason, 25.5.2007 kl. 00:58

3 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Mbl segir að 14 þús. einstaklingar hafi aðgang að torrent.is

Ef að þeir eru allir Íslendingar (reyndar ekki líklegt) þá eru tæplega 5% þjóðarinnar perrar !  Ekki gott !

Hvort sem að leikurinn er bannaður eða ekki þá höfðar hann til óæðri hvata manna og það er gott mál að tala gegn svoleiðis hlutum........frelsinu fylgir alltaf ábyrgð......þó að ekki sé allir að axla hana.

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 25.5.2007 kl. 08:49

4 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Þetta eru allir íslendingar, erlendar IP addressur ná ekki að tengjast, þannig jú, allir þessir 14 þúsund einstaklingar eru hérlendis. Það að þú skulir kalla þá alla perra kemur mér á óvart, einungis er þrennt efni á topp 20 í þessum töluðum orðum klámfengt. Þetta er svipað hlutfall og hustler blöð í mál og menningu, en ekki ætla ég nú að kalla alla þá sem ganga þar inn perra... Einnig, þess má geta að leikurinn umtalaði er einmitt í top 20 núna, hann var ekki í top 100 í gær... Þökk sé mbl.is og annarra fjölmiðla hafa nú ung og forvitin börn sótt leikinn eins og morgundagurinn sé enginn, í stað þess að láta þetta mál deyja í skuggaheimum internetsins eins og fjölmörg önnur mál (og verri eru til) þá finnst mörgum ykkar að "verðugt" sé að talað um þetta... þið fyrirgefið, en skammist ykkar, þessi frétt þjónar engum tilgangi, ekkert verður gert við framleiðandan sem staddur er hinumegin á hnettinum! Fréttin var bara til að sjokkera okkur og særa blygðunarkennd annarra, öðrum tilgangi þjónar hún ekki! Takk fyrir það.

Gunnsteinn Þórisson, 25.5.2007 kl. 09:36

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt /rett þetta er ógeð/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 25.5.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband