Kristrún aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar

Kristrún Heimisdóttir Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. Það kemur varla að óvörum, enda hefur Kristrún verið ein nánasta trúnaðarkona Ingibjargar Sólrúnar á stjórnmálaferli hennar, sérstaklega í seinni tíð, undir lok borgarstjóraferilsins og á árunum eftir að hún sóttist eftir að leiða Samfylkinguna og varð formaður flokksins fyrir tveim árum.

Kristrún hefur verið varaþingmaður frá kosningunum 2003 og verið lykilmanneskja í hópi formannsins og náin henni, eins og sérstaklega sást í hinu harðvítuga formannskjöri í Samfylkingunni árið 2005. Hún tók sæti hennar í stjórnarskrárnefnd. Það hafði hávær orðrómur um að Kristrún yrði aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar í utanríkisráðuneytinu og það er svosem varla furða miðað við það hversu nánar þær hafa verið í pólitísku starfi, innan flokks og utan.

Það er mjög mikið skrafað um það hverjir verði aðstoðarmenn ráðherra Samfylkingarinnar og þeirra Geirs H. Haarde og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, en Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, hefur tekið sæti á Alþingi. Það verður fróðlegt að sjá hverjir muni aðstoða ráðherrana. Það verður mest rætt núna næstu dagana, áður en Alþingi kemur saman á fimmtudaginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er nú skemmtilegt að segja frá því að hún Kristrún Heimisdóttir var að kenna upp á Bifröst. Samfylkingin sendir menn þangað í útlegð ásamt því að reyna að ala upp næstu kynnslóð leiðtoga flokksins. 

Gallinn við það er reyndar sá að kennara liðið er nánast alla í Samfó meðan nemendurnir eru í miklu meirihluta í Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum.  

Fannar frá Rifi, 25.5.2007 kl. 18:17

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Efast nú um að Samfylkingin sé að senda fólk á Bifröst, það er bara mikið af hæfu fólki í Samfó -- og því margir Samfylkingarmenn að kenna í öllum skólum ;)

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 25.5.2007 kl. 19:07

3 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Nei, þetta kemur nú svakalega mikið á óvart. Ég sem hélt að hún og ISG væru óvinir.......... eða eru ekki allir óvinir hvors annars innan samfó

Sveinn Arnarsson, 25.5.2007 kl. 19:13

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Efast nú um að Samfylkingin sé að senda fólk á Bifröst"

Nei það er ekkert að efast um. Bryndís Hlöðversdóttir var send þangað svo ISG kæmist á þing. Runólfur fyrrum Rektor er Samfylkingarmaður. Ágúst Einarsson núverandi Rektor er Samfylkingarmaður. Jón Baldvin er stundarkennari þarna. Eríkur Bergman Einarsson er dósent þarna. hann er fyrrum varaþingmaður samfó ásamt því að vera hugsuður þeirra í málefnum ESB. 

Þannig að það er ekkert efast um það. Samfó sendir þingmannalið sitt á Bifröst. 

Fannar frá Rifi, 25.5.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband