Stormasöm og súrsæt ástarsæla Clinton-hjónanna

Bill Clinton og Hillary Rodham ClintonUm fá hjón hefur meira verið ritað í bandarískri sögu undanfarin 15 ár en Bill Clinton og Hillary Rodham Clinton. Það hefur ekki vantað líflegheitin í einkalífi þeirra og stjórnmálastarfi. Sem heild hafa Bill og Hillary verið mjög sterk og átt mörg eftirminnileg pólitísk afrek. Þau voru tvíeykið sigurstranglega sem landaði tveim sigrum í forsetakosningum og þau endurreistu Demókrataflokkinn til vegs og virðingar árið 1992 þegar að Clinton sigraði George H. W. Bush í forsetakosningum með eftirminnilegum hætti.

Nú berjast þau fyrir að byggja flokkinn aftur til valda undir forystu Hillary. Einkalíf þeirra hefur þó verið hvasst og nægir þar að nefna öll eftirminnilegu framhjáhöld Clintons forseta. Sambúð stóð sennilega tæpast árið 1998 þegar að upp komst um að ástarsamband Clintons og Monicu Lewinsky átti sér stað, en var ekki kjaftasaga eins og forsetinn lét svo mjög í skína. Þá sagði hann konu sinni ósatt um eðli mála og hitinn milli þeirra varð svo mikill það ár að flestir töldu hjónabandi þeirra lokið. Svo fór þó ekki. Þau ákváðu að halda áfram í career-sjónarmiði um að standa vörð um eigin hagsmuni sína. En kergjan á milli þeirra leyndist engum þessa stormasömu mánuði árið 1998. Lífseig hefur verið sagan um að Hillary hafi hent lampa í Bill þegar að hann sagði henni sannleikann um sambandið við Monicu.

Það er merkilegt að lesa umfjöllun um útgáfu bókar sem segir að þau hafi næstum skilið árið 1989. Þá hafi Bill Clinton viljað skilnað frá Hillary og halda í sína átt. Þá hafi margt staðið í veginum. Þetta eru merkilegar nýjar upplýsingar. Það hefur reyndar sérstaklega margt verið ritað um einkalíf þeirra einmitt á níunda áratugnum, áður en Clinton varð forseti. Það mun greinilega hafa verið mjög hvass tími þeirra á milli og ef marka má frásagnir áttu þau bæði í framhjáhaldi og ástríðan þeirra á milli ekki mikil. Það mun greinilega hafa munað litlu að sambandsslit yrðu. Á þessum tíma hefði fáum órað fyrir að Clinton yrði forseti og það blasti framan af baráttunnar ekki við að svo færi.

Hillary Rodham Clinton er að flestra mati manneskjan á bakvið sigur eiginmanns síns í forsetakjörinu 1992 - hefur aukinheldur lengi verið útsjónarsamur stjórnmálaplottari með mikla yfirsýn yfir pólitískt landslag og stöðumat hinnar réttu strategíu. Hún hefur allt frá lokum forsetatíðar eiginmannsins markað sér sinn eigin stjórnmálaferil og gert það mjög vel. Hún hefur um nokkurn tíma haft verulegan áhuga á forsetaembættinu og berst nú sömu baráttu og eiginmaðurinn.

Ég held að það sem hafi alla tíð sameinað Clinton-hjónin hafi verið ástríðan í völd og áhrif. Þau gátu ekki skilið árið 1998 þegar að Lewinsky-málið var í hámæli og héldu saman hagsmunanna vegna, sem voru mjög miklir, sérstaklega í aðdraganda baráttunnar um öldungadeildarsætið í New York. Ekki hafa þeir minnkað hin seinni ár, en nú er baráttan um Hvíta húsið á lykilstigi og flest sem bendir til þess nú að Hillary verði frambjóðandi demókrata að ári.

Þetta er greinilega mjög merkileg bók og það verður áhugavert að lesa hana.


mbl.is Bill vildi skilnað frá Hillary árið 1989
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég held að það sé óvarlegt að ganga að því vísu að hjón séu saman einungis vegna valdafíknar. Flestir þurfa að fást við einhverskonar vanda í hjónabandi og eru oftast lausir við að það sé í kastljósi fjölmiðlanna. Bill Clinton er sjálfsagt heldur ekki eini einstaklingurinn sem hefur látið sér detta í hug skilnað. Ég hef ekki glóru af hverju þau hjón búa saman, sjálfsagt má leiða að því líkum að sameiginlegur áhugi á stjórnmálum skipi þar veglegan sess.

Lára Stefánsdóttir, 27.5.2007 kl. 18:17

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Jón Arnar: Já, það er um margt slúðrað auðvitað. Þau eru mjög í kastljósinu. Þrátt fyrir allt tel ég þó að framinn hafi skipt miklu fyrir þau og hafi verið krafturinn á bakvið allt. Án framans hefði sambúðin engu skipt og þau eflaust slitið henni.

Lára: Já, pólitíkin hefur klárlega sameinað þau og framinn í kringum hana. Það er grunnmál á ferli þeirra og hefur sameinað þau. Er viss um það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.5.2007 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband