Er Guðni Ágústsson búinn að semja frið við DV?

Guðni Ágústsson Þegar að ég fór síðdegis í 10-11 til að versla sá ég við kassann forsíðu DV með stríðsletrinu: "Halldór vildi mig ekki" fyrir neðan flennistóra mynd af Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins. Guðni er greinilega á fullu við það þessa dagana að gera upp við love/hate-samband sitt og Halldórs Ásgrímssonar innan Framsóknarflokksins árum saman með áberandi hætti. Fréttablaðsviðtalið við Guðna í gær vakti mikla athygli og þar var farið yfir víðan völl.

Fannst reyndar mjög merkilegt að sjá að Guðni væri í DV-viðtali svo skömmu eftir að hann kenndi DV um hvernig fór fyrir Framsóknarflokknum í kosningunum 12. maí sl. Hann talaði mjög hvasst gegn DV í Kastljósi Sjónvarpsins og kvöldfréttatímum þess dags er endalok urðu á tólf ára stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar var ekki beint verið að tala vægt um hlutina heldur komið með ásakanir um bein inngrip. Þetta varð upphaf þess að framsóknarmenn uppnefndu í gremju sinni samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Baugsstjórnina.

Ég las ekki þetta DV-viðtal. Sá bara forsíðuna. Það er þó merkilegt að Guðni skuli vera í snakki við DV svo skömmu eftir að blaðið hefur átt að hafa lagt velferð flokksins í rúst með einu blaði. Þetta er merkileg framvinda atburðarásanna. Það er greinilegt að hann er ekki í meiri fýlu við DV en svo að fara til þeirra í helgarblaðsviðtal fyrir lok mánaðarins er Framsókn fékk skellinn mikla sem lengi var í sjónmáli en framsóknarmenn töldu að yrði vart að veruleika.

Annars er það svosem ekki stóra málið. Það sem vekur mest athygli er það hversu áberandi Guðni talar gegn Halldóri og afhjúpar atburðarás átakanna í flokknum. Það er greinilegt að hann ætlar að gera heldur betur vel upp við tíð Halldórs í forystu flokksins og leiða hann til nýrra tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég las þessa grein og var reyndar ekkert hissa á því,að Guðni léti loks í sér heyra um samband þeirra Hallsdórs.Hann verður náttúrlega að opna dyrnar og fá ferskt loft inn.Loft er enn læfi blandið í Framsóknarfl.og ekki séð hversu lengi Halldór situr í formannsstólnum.

Vil vekja athygli á blogginu mínu um nýjar leiðir í sjávarútvegsmálum.

Kristján Pétursson, 27.5.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðvitað hlaut að koma að þessu uppgjöri/en að Dagblaðið fengi þetta var meiri háttar tviskyningur!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.5.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband