Snjóflóð í Hlíðarfjalli - ótrúlegt.... en satt

Hlíðarfjall Ég verð að viðurkenna að fyrstu viðbrögð mín þegar að ég heyrði af snjóflóði upp í Hlíðarfjalli voru að það gæti ekki verið. Það var enda ekki undarlegt, enda var þá gott veður í bænum og ég var nýkominn í afmælisveislu til Hönnu systur úr langri gönguferð í því sem ég taldi mikla blíðu og yndislegan sumardag eftir kuldatíð undanfarinna daga.

Það er þó auðvitað ljóst að þarna er meiri snjór en ég hafði áttað mig á. Hér í bænum er algjörlega snjólaust. Þegar að saman fer veður af því tagi sem verið hefur að undanförnu getur illa farið og snjóflóðamyndun hafist. Það er auðvitað hin mesta mildi að allt fór vel og þeir sjömenningar sem lentu í snjóflóðinu sluppu án teljandi meiðsla.

En þetta er áminning til fólks um að fara varlega upp í fjalli.

mbl.is Sjö manns lentu í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Snjóflóðið féll ekki á merktri skíðaleið og þeir sem eru utan merktra skíðaleiða eru þar auðvitað á sínum forsendum á sinni ábyrgð. En vonandi verður ekki mannskaði á skíðasvæðinu sökum þessa.

Sveinn Arnarsson, 28.5.2007 kl. 17:11

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já einmitt Svenni. Heyrði af því eftir skrifin, datt það þó í hug að svo hefði verið en var ekki viss um hvar nákvæmlega í fjallinu þetta var. En það eru auðvitað allir sem fara utan skíðabrautarinnar á ferð á eigin ábyrgð og fólk þarf að fara varlega svosem hvert sem farið er. Slysin geta allsstaðar gerst auðvitað.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.5.2007 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband