Hvað verður um Sturlu Böðvarsson eftir tvö ár?

Sturla Böðvarsson Sturla Böðvarsson tekur við embætti forseta Alþingis á fimmtudag. Það blasir þó við að hann muni aðeins gegna embættinu í tvö ár og þá muni þingmaður Samfylkingarinnar taka við, skv. samkomulagi við myndun ríkisstjórnar. Það er því ekki óeðlilegt að spurningar vakni hvað verði um Sturlu haustið 2009, hvort að hann verði óbreyttur þingmaður eða hljóti annað verkefni.

Það blasir við að ráðherraferli Sturlu er lokið og hann hefur ekki möguleika til að taka sæti í ríkisstjórn á þeim þáttaskilum nema þá að einhver af ráðherrum stjórnarinnar rými til fyrir honum. Ekki eru miklar líkur á að hann fari þangað aftur. Það virðist ekki líklegt í stöðunni nema þá að til hafi komið einhver flétta við myndun stjórnarinnar. Það bendir ekkert til þess að svo sé.

Eftir tvö ár hefur Sturla Böðvarsson verið alþingismaður í heil 18 ár. Hann var ráðherra samgöngumála í átta ár og tekur nú við forsetastöðunni sem er almennt metið sem ráðherraígildi. Það er að margra mati álitið endastöð stjórnmálanna fyrir flesta, eins og ég vék að hér fyrr í dag. Það er harla ósennilegt að Sturla vilji verða óbreyttur þingmaður árið 2009.

Það vakti athygli margra að á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á fimmtudag, þar sem Sturla lét formlega af ráðherraembætti, sagði hann aðspurður um framtíðina að fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að verða atvinnulaus - hann væri viss um að þá fengi hann stöðu sem myndi duga sér best. Þetta voru mjög opin orð og gáfu margt í skyn og gerðu fátt annað en auka spurningamerkin í stöðunni.

Fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi er Herdís Þórðardóttir, mágkona Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Það er ekki ósennilegt að Herdís taki sæti á Alþingi við vistaskipti Sturlu, en þá verður hann að fá verkefni við hæfi, að eigin sögn. Þetta voru að mínu mati skilaboð um það að Sturla vill fá krefjandi verkefni í stöðunni sem þá blasir við. Ég get ekki ímyndað mér að í því felist óskir um að vera óbreyttur alþingismaður.

Eftir tvö ár verður Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, sjötugur. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver muni taka við af honum eftir tvö ár. Það er varla furða að nafn Sturlu beri á góma, en þar eru svo sannarlega verkefni sem Sturla hefur áhuga á að sinna - þar eru líka málefni sem skipta Norðvesturkjördæmi miklu máli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Ég held að þetta sé rétt hjá þér Stefán. Það er mín skoðun þegar menn eru færðir til í störfum á Alþingi það er ekkert athugavert við það. Hver maður verður að sætta sig við það eða að vera óbreyttur þingmaður.

Eitt er er mjög ósáttur ef það á að nota bolabrögð að koma Sturlu út. Enn sjáum  til hvað setur. þú átt möguleika að endurvekja þetta mál ef þetta gengur upp hjá þér.

Eitt skulu menn hafa hugfast stjórnin getur sprungið og vinstri stjórn skotið upp kollinum og sett Sjálfstæðismenn út í kuldann.

Þá spyr ég hvað munu óbreyttir þingmenn Sjálfstæðismenn gera. þegar þeir hafa engan Ráðherra sem getur breytt þessari stöðu.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 28.5.2007 kl. 21:01

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Þetta var fyrirfram ákveðið til að koma Herdísi inn og til að  friða sjálfstæðismenn á Skaga en þeir hafa verið mjög ósáttir við sinn hlut hjá Sjálfstæðisflokknum í NV.  Gárungarnir hafa nú gefið honum nafnið bjöllusauður.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 28.5.2007 kl. 21:25

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Vantar ekki alltaf bílstjóra hjá Norðurleið

Ólafur Ragnarsson, 28.5.2007 kl. 22:03

4 identicon

Eigum við ekki að veðja á embætti vegamálastjóra.. ?

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 22:38

5 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Það er alveg með ólíkindum hvað þú nennir alltaf að spá og spekúlera í pólitík. Þú ert líklega með ólæknandi áhuga á þessum málum og ég dáist að þér fyrir einbeitnina.

Vilborg Valgarðsdóttir, 28.5.2007 kl. 22:43

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Mér alvega sama hvaða menn heita. Enn það er ekki gott þegar Ragnheiður notar orðið bjöllusauður. Það býr mikið á bak við þau orð, kannski eru það gamlar erjur þeirra á milli?

Enn mér líkar ekki þegar fólk getur ekki svarað fólki með rökum, sem er að hugsa hvað kemur næst í pólitík. og hendir fram spurningum hvor það vanti ekki bílstjóra hjá Norðurleið. Þetta snýst ekkert um þetta. Þetta eru vanþroski hjá Rilo að geta ekki skrifað með virðingu fyrir öðrum

Rilo virðist pirraður yfir þessum vangaveltum um framtíð stjórnmálamanna sem hann getur ekki tekið þátt í. Vonandi fær hann þetta bílstjórastarf hjá Norðurleið það væri óskandi

Ég get sjálfur tekið undir orð hans Stefáns að mínu mati er þetta rétt hjá honum hans athugasemdir sem hann gerir með réttum hætti.

Mér finnst hún Ragnheiður sem hefur látið sitt ljós skina sem reiknimiðill frá Akranesi ætti að geta spáð í spilin hún veit ýmislegt sem við vitum ekki hvort Sturla verður áfram eða ekki.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 29.5.2007 kl. 00:14

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Jóhann Páll: Já, ég held að þetta verði eitthvað í þessa átt. Ég efast um að Sturla verði óbreyttur þingmaður. Annars er það alveg rétt að samstarfið þarf að standa í fjögur ár til að vera farsælt fyrir báða flokka. Það getur auðvitað allt gerst, en ég tel samt að þessir flokkar muni ná að vinna saman allt tímabilið, en það mun eflaust taka einhvern tíma til að ná öllum heildum vel saman. Ég tel þó að báðir flokkar hafi hag af þessu samstarfi.

Ragnheiður: Veit ekki hvort þetta var fyrirfram ákveðið. En það er auðvitað merkilegt að tímabilinu var skipt varðandi forseta Alþingis. Það gæti verið líka leið Samfylkingarinnar til að setja Jóhönnu út á miðju tímabili og hún endi feril sinn á forsetastóli. Ég tel nær öruggt að Jóhanna verði sú hjá Samfó sem verði þingforseti. Þetta verður spennandi flétta.

Vilborg: Takk fyrir góð orð. Ég hef alltaf haft mjög gaman af pólitík og að pæla í henni. En nú fer pólitíska vertíðin að verða búin og sumarfrí tekur við. Ég mun taka mér gott frí eins og flestir.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.5.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband