Skeytasendingar milli Íslands í dag og Kastljóss

Þórhallur GunnarssonHvassyrtar skeytasendingar ganga nú á milli Steingríms Sævarrs Ólafssonar, ritstjóra Íslands í dag á Stöð 2, og Þórhalls Gunnarssonar, ritstjóra Kastljóss, um vinnubrögð hjá Ríkisútvarpinu. Steingrímur sakaði á vef sínum í dag Þórhall sem ritstjóra Kastljóss og dagskrármála Ríkissjónvarpsins um að standa í hótunum við fólk. Þórhallur hefur svarað fullum hálsi í fjölmiðlum nú eftir hádegið og segir skrif Steingríms vera tilhæfulaus með öllu.

Þetta eru mjög merkileg skot sem ganga þarna á milli. Steingrímur Sævarr ítrekar orð sín eftir ummæli Þórhalls og þarna er stál í stál og hvorugur gefur eftir. Það er skiljanlegt að það sé kalt á milli aðila, enda eru þetta þættir í samkeppni um áhorf. Þeir eru þó ekki á nákvæmlega sama tíma en dekka báðir tímann fyrir og eftir kvöldfréttatíma stöðvanna á milli sjö og átta. Það er auðvitað ekkert nýtt að tekist sé á um viðmælendur en þetta er nokkuð nýtt sjónarhorn að yfirmaður annars þáttarins beri það á borð að viðmælendum sé beinlínis hótað.

Það er ólíklegt að Steingrímur Sævarr og Þórhallur verði sammála um þessi mál. Það er þó greinilegt að harkan milli þáttanna er að aukast og ekki við því að búast að friðarandi sé þar á milli, en þetta er þó ansi hörð deila sýnist manni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband