Óánægja meðal sjálfstæðismanna á Akureyri

Kristján Þór JúlíussonSverrir Leósson, fyrrum útgerðarmaður á Akureyri, skrifaði grein í Morgunblaðið um síðustu helgi og fjallar þar um óánægju sína með að Sjálfstæðisflokkurinn í Norðausturkjördæmi fékk ekki ráðherrastól. Ég tel að þessi óánægja sé almenn meðal sjálfstæðismanna hér allavega á Akureyri og að Sverrir tali fyrir hönd fjölda fólks hér. Það blasir alveg við að það er ekki beint ásættanlegt að eftir sögulegan sigur Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi fái hann ekki ráðherrastól.

Sverrir hefur vissulega alla tíð verið kjarnyrtur í sínum skrifum, en ég tel að hann tali máli fjölda fólks í þessum skrifum. Ég skrifaði sjálfur grein með þessum brag daginn eftir að ráðherrakapallinn lá fyrir. Það er öllum ljóst að eftir sigur af þessum hætti sem vannst hér þann 12. maí sl. er staða mála varðandi Norðausturkjördæmi frekar óásættanleg og það er því engin furða að Staksteinar Morgunblaðsins taki málið upp í skrifum sínum í dag. Enda vekja skrif af þessu tagi frá t.d. manni eins og Sverri mikla athygli. Það er alveg ljóst.

Sá sigur sem vannst hér hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðausturkjördæmi fyrir rúmum hálfum mánuði var aldrei sjálfsagður. Það er sögulegt að Sjálfstæðisflokkurinn vinni sigur á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Aðeins einu sinni áður í stjórnmálasögunni hefur Sjálfstæðisflokkurinn orðið stærstur á svæðinu, en það var árið 1999 þegar að flokkurinn vann mjög naumlega og aðeins á utankjörfundaratkvæðum sigur í Norðurlandskjördæmi eystra hinu forna, í síðustu kosningunum þar, undir forystu Halldórs Blöndals. Það er reyndar mjög kaldhæðnislegt að eftir sinn mesta kosningasigur þá var Halldór tekinn út úr ríkisstjórn og gerður að forseta Alþingis.

Mér finnst þessi niðurstaða ekki vænleg fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. Þetta er niðurstaða sem er verð mikillar umhugsunar á stöðu mála fyrir okkur hér í ljósi þess að við tókum kjördæmið með frekar afgerandi hætti og færðum sögulegan sigur. Það er ekki sjálfgefið að sú staða verði fyrir hendi eftir fjögur ár tel ég. Ég tel að það sé óhætt að segja að það sé mikil óánægja hér á Akureyri með þessa niðurstöðu og að hér fáist ekki ráðherrastóll. Þetta eru mjög vond skilaboð frá forystu flokksins til fólks hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Já ég verð samt að segja að Geir var ekki í öfundsverðu starfi að skipta upp ráðuneytum á milli jafn glæsilegra þingmanna og raun bar vitni. Geir valdi "the safe way" og gerði mjög litlar breytingar utan Guðlaugs. Ég er í raun ánægður með valið. Kristján er líka nýr og fær klárlega tækifæri. Þolimæði vinnur þrautir allar. Akureyringar eiga að fá ráðherra, alveg sammála því.

Davíð Þór Kristjánsson, 30.5.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru:
Forsætisráðherra, Geir H. Haarde
Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen
Dóms- og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson
Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson

Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson
Formaður þingflokks, Arnbjörg Sveinsdóttir

Vangaveltur: Geir, Þorgerður eru klárlega ekki til skiptanna. Árni vann sigur í sínu kjördæmi og er sterkur innan flokksins og fær því fjármálaráðuneytið.

Björn er vinsæll innan síns ráðuneytis, hefur staðið að ýmsum framfaramálum innan dómsmálaráðuneytisins og mikið líf hjá honum enda vinnuþjarkur og tekur ákvarðanir og gerir breytingar.

Einu ráðuneytin sem hugsanlega eru til skiptanna eru ráðuneyti Einars og Guðlaugs, Einar sigur fyrir Vesturlandskjördæmi og e.t.v. má því segja að Kristján hafi átt möguleika á öðru hvoru þessu, svona raunhæft. En bara smá pæling.

Davíð Þór Kristjánsson, 30.5.2007 kl. 13:15

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin og hugleiðingarnar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.5.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband