Verður Ágúst Ólafur formaður fjárlaganefndar?

Ágúst Ólafur ÁgústssonÍ ljósi þess að Lúðvík Bergvinsson er orðinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar hlýtur flest að benda til þess að Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður flokksins, verði formaður fjárlaganefndar, eins og ég benti á hér fyrr í dag. Allt annað væri hrein niðurlæging fyrir mann í stöðu þeirri sem Ágúst Ólafur gegnir innan flokksins. Staða mála skýrist af nefndakapal flokksins, en þar hljóta Ágústi Ólafi að vera falin mikil störf. Ella er hann hreinlega úti í kuldanum.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða sess hann fær. Upphækkun Lúðvíks til forystu í þingflokknum vekja athygli eftir öll ummælin á flokksstjórnarfundinum 22. maí sl, er ráðherrar voru valdir. Það var Ágúst Ólafur mjög dapur, það er erfitt verandi varaformaður stjórnmálaflokks sem hefur úr sex ráðherrastólum að skipa og vera ekki valinn í neinn þeirra að leyna vonbrigðum sínum. Það er eðlilegt. Ágúst Ólafur er keppnismaður í pólitík og hefur verið kjörinn varaformaður flokksins en nýtur samt sem áður ekki stöðu til ráðherrasetu.

Það verður fróðlegt að sjá hvað Ágúst Ólafur fær í kjölfarið. Ef það verður ekki formennska í lykilnefnd á borð við fjárlaganefndina, sem er stærsti bitinn í þingstarfinu, eru örlög hans köld og grimm, segi ég og skrifa. Þá gengisfellur hann enn meir en orðið er.


mbl.is Lúðvík kjörinn þingflokksformaður Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ágúst Ólafur var alls ekki dapur á flokkstjórnarfundinum þegar ráðherralistinn var kynntur - þverrt á móti. Auðvitað er Ágúst, eins og fleiri með metnað til að verða ráðherra. Þú verður líka að athuga að tveir oddvitar kjördæma þeir Guðbjartur Hannesson og Gunnar Svavarsson. Kjördæmi Guðbjarts er það eina sem ekki hefur nú ráðherra og Gunnar er þungaviktarmaður úr helsta vígi Samfylkingarinnar, Hafnarfirði. Þeir fá örugglega eitthvað hlutverk. Ágúst er varaformaður og það eitt og sér er mikið hlutverk.

Eggert Hjelm Herbertsson, 30.5.2007 kl. 17:12

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Og ég sem hélt, að Ágúst Ólafur hefði ekki fengið ráðherrastól vegna skilyrða Sjálfstæðismanna!  Björn Bjarnason lagði hann í einelti, einsog Ágúst Ólafur sagði sjálfur, og eitthvað mikið fór hann í taugarnar á Geir síðastliðinn vetur.  Ágúst Ólafur er semsagt í toppsæti með þeim Ólafi Ragnari Grímssyni og Ingibjörgu Sólrúnu hvað þetta varðar!

Auðun Gíslason, 30.5.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þinn timi mun koma Águst ólafur/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 30.5.2007 kl. 20:29

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Eggert: Þetta var auðvitað rosalegt áfall fyrir Ágúst Ólaf og gengisfellir hann verulega í forystu flokksins. Það að varaformaður eigi ekki fast sæti í sex manna ráðherrahópi flokksins síns sýnir bara hve veikur hann er. Það er einfalt mál. Ég tel að það verði sótt að varaformennskunni á næsta landsfundi ykkar.

Auðun Pétur: Samfylkingin ræður sínum ráðherramálum. Það þarf ekki mörg orð um þetta að eiga.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.5.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband