Róbert Marshall aðstoðar Kristján L. Möller

Björgvin, Kristján og Róbert Kristján L. Möller, samgönguráðherra og leiðtogi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hefur ráðið Róbert Marshall, varaþingmann Samfylkingarinnar, sem aðstoðarmann sinn. Ég verð að viðurkenna að ég átti von á að Kristján myndi velja flokksmann héðan úr Norðausturkjördæmi sem aðstoðarmann sinn en engu að síður þarf valið ekki beint að koma að óvörum.

Það mun reyna mikið á Kristján á næstu mánuðum og árum í embætti samgönguráðherra. Hann er eini þingmaður Norðausturkjördæmis sem situr á ráðherrastóli og fólk hér bindur vonir við verk hans. Í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar 12. maí sl. talaði Kristján fyrir því að setja Vaðlaheiðargöng á dagskrá fljótt og vel og bæta málefni Grímseyjarferjunnar. Vel verður fylgst með efndum í þeim efnum, þó greinilega hafi verið dregið í land í orðavali af hálfu hins nýja ráðherra.

Það vantar ekki verkefnin í samgöngumálum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig að Kristján Möller mun standa sig á þessum vettvangi. Nú er mikilvægt að tími framkvæmda hefjist en ekki orða. Nú reynir á nýjan ráðherra og hvað hann vill í raun og veru gera. Ef hann stendur fyrir öllu því sem hann hefur sagt eru miklar framkvæmdir á öllum sviðum framundan. 

Auk þessa finnst mér val Kristjáns sýna vel að hann vilji reyndan fjölmiðlamann til starfa; mann með tengsl í fjölmiðlabransann. Það er oft gott að eiga tengslamann inn á fjölmiðla sem aðstoðarmann sinn. Þetta veit Kristján Möller. Valið sýnir mjög vel þá áherslu.

mbl.is Róbert Marshall verður aðstoðarmaður samgönguráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þessi Vaðla,,heiðar" göng eru algert aukaatriði í samgöngumálum landsmanna, fáir sem verða úti þar, þar sem nánast er aldrei ófært þar um.  Iss, það þarf að tvöfalda hér í kringum Rvík og nærsveitir.

Svo þarf að leggja Vatnsmýrarvöllinn niður. græja betri samgöngur við Keflavíkurvöll og koma svona inn í tuttugustu og fyrstu öldina hér á hættulegasta svæði landsins.

Síðan þarf auðvitað að tengja hinar dreifðu byggðir á Austurlandi og Vestfjörðum almennilega saman. 

Síðan MUN síðar mætti skoða Vaðlaheiðarvitleysuna í ykkur.

Kærar Flokkskveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 31.5.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 Skritið  er að þessi Bjarni Kjartansson 101 maður skuli ennþá vera að tala um flugvöllinn,sem verður þarna allavega til 2016-2024/Eg vona bara að Kristján L Möller verði starfi sinu vaxin og hafi a´þessu retta forgangsröðun/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 31.5.2007 kl. 14:47

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Onei nei minn kæri Haraldur, svo verður ekki.  Það er á stefnuskrá núverandi samstarfsflokka í Borgarstjórn, að breyta gersamlega Deiliskipulagi þessa svæðis.  Það þýðir, að deiliskipulagið tekur yfir Aðalskipulagið og því verður þar með breytt.  Sá prosess er um 3 ár með öllu.

Miðbæjaríhaldið

áður Vestfjarðaíhald og einkaflugmaður og þvi mikill áhugamaður um flug og þessháttar.

Bjarni Kjartansson, 31.5.2007 kl. 14:57

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Vaðlaheiðargöngin eru mjög mikilvæg til að tengja betur saman eyfirskar og þingeyskar byggðir. Allir sem fara um Víkurskarðið í vetrarófærðinni vita vel um nauðsyn þess. Þetta veit samgönguráðherrann líka mjög vel, þingmaður Norðausturkjördæmis.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.5.2007 kl. 15:00

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Maðurinn minn fór nú á fund til Húsavíkur frá Akureyri og sást ekki heima hjá sér fyrr en á föstudegi. Hefði nú mátt álykta sem svo að fegurð þingeyskra meyja hefðu orðið honum til tafa en Víkurskarðið var hreinlega ófært og ekki hægt að moka það allan þennan tíma. Hafi nú þingeyskar meyjar glatt hann í ofanálag eiga þær þakkir skildar því hann kom nú nokkuð kátur heim;-)

En Vaðlaheiðargöng eru afar mikilvæg, Víkurskarð er afar hættulegt og mikil umferð þungra flutningabíla um þennan fjallveg er afar varasöm. Göngin eru mjög arðbær og því hljóta þau að koma eins fljótt og auðið er.

Lára Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband