Er Ágústi Ólafi ekki treyst til áhrifa?

Ágúst Ólafur Ágústsson Ég verð að viðurkenna að þegar að ljóst varð að Lúðvík Bergvinsson yrði þingflokksformaður Samfylkingarinnar taldi ég að í því fælist að Ágúst Ólafur Ágústsson yrði formaður fjárlaganefndar. Svo er ekki. Þann stól á Gunnar Svavarsson að fá. Ágúst Ólafur sem hvorki varð ráðherra né þingflokksformaður verður formaður viðskiptanefndar, vissulega öflug nefnd en hann er greinilega flokkaður með óbreyttu þingmönnunum og hefur enga stöðu sem varaformaður til að sækjast eftir áhrifum.

Staða Ágústs Ólafs er mjög undarleg. Hann sem varaformaður flokksins er ekki í ríkisstjórn né formaður þingflokksins, þrátt fyrir ummæli í þá átt. Hann hefur veikst til mikilla muna og er greinilega í frystigeymslu formanns flokksins. Þetta er að mörgu leyti merkileg og athyglisverð staða sem varaformanninum er boðið upp á. Með þessu sannast vel öll orðin sem sögð voru í stjórnarmyndunarviðræðunum um veika stöðu Ágústs Ólafs. Þeim verður ekki neitað úr þessu.

Ég sá á vef Magnúsar Más Guðmundssonar, formanns Ungra jafnaðarmanna, að hann er ekki beint sáttur við valið á þingflokksformanninum nýja. Þar er talað um að hann hafi fjórum sinnum tapað innan flokksins að undanförnu en sé svo hækkaður í tign. Þar er vikið að því augljósa; að Ingibjörg Sólrún hafi stutt hann til varaformennsku. Það hefur eflaust haft áhrif á goggunarröðina.

Ég skil annars vel að ungliðar Samfylkingarinnar séu mjög ósáttir við stöðu varaformannsins. Hann er jú einn af þeim og fyrrum leiðtogi þeirra. Þau eru varla sátt við hversu neðarlega hann er staddur innan flokksins. Slæm staða hans er nú endanlega ljós og hún vekur athygli um alla stjórnmálaflóruna.

mbl.is Gunnar verður formaður fjárlaganefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bleika Eldingin

Svona er þetta þegar þú verður varaformaður með því að kaupa fullt af pizzu og bjór og splæsa á ungt fólk.

Bleika Eldingin, 31.5.2007 kl. 17:05

2 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Sæll vertu Stefán.

Eins og ég bendi á kommenti á blogginu mínu þá lág alltaf fyrir að Ágúst Ólafur yrði ekki þingflokksformaður - og skrifar Ágúst einmitt m.a. um þessa hluti á bloggsíðu sína í dag. Staða Ágústs Ólafs er sem fyrr sterk en auðvitað hefði ég viljað sjá hann sem ráðherra. Ekki gleyma því að hann var nýverið endurkjörinn sem varaformaður. Ágúst er varaformaður næst stærsta stjórnmálaflokks landsins - flokks sem á aðild að ríkisstjórn. Stjarna hans mun rísa ennfrekar á næstunni - þú getur bókað það :)

Bestu kveðjur norður, 

Magnús Már Guðmundsson, 31.5.2007 kl. 22:58

3 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

p.s. um hið nafnlausa og aumkunarverða komment Bleiku eldingarinnar er lítið hægt að segja nema þá helst engar voru pizzurnar keyptar í tengslum við varaformannskjörið fyrir tveimur árum - hvað þá bjór! Þá sögu settu andstæðingar Ágúst Ólafs og Samfylkingarinnar saman og segir allt um þá.

Magnús Már Guðmundsson, 31.5.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband