Setning Alþingis - ræða forseta Íslands

Alþingi Alþingi Íslendinga var sett eftir hádegið. Það er jafnan hátíðleg stund þegar að þingsetning fer fram. Viðgerðir á þinghúsinu setja greinilega mark sitt á upphaf þinghaldsins en viðgerðarpallar umlykja nú þinghúsið og þar eru viðgerðir á þaki meðal annars. Samkvæmt hefð hófst þingsetning á messu í Dómkirkjunni.

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra og starfsaldursforseti Alþingis, stýrði fundi í þingsal eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ávarp sitt. Þar lauk forsetinn lofsorði á fjölmiðla hérlendis og sagði fjölmiðlaflóruna í aðdraganda kosninga hafa veitt öllum stjórnmálaöflum tækifæri á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri en það væri breyting frá fyrri tímum þegar stjórnmálaflokkar hefðu haft tök á fjölmiðlunum.

Mikla athygli vöktu ummæli forsetans um hermálin, en hann sagði að menn hefðu orðið vitni að því hvernig mál sem hefði klofið þjóðina í tvennt í áratugi hefði verið til lykta leitt í vetur en þá hefði Bandaríkjaher horfið af landi brott. Herskálum væri nú breytt í háskóla og hann hefði á ferðum sínum um Bandaríkin fundið fyrir miklum áhuga hjá þarlendum vísindamönnum á uppbyggingunni í gömlu herstöðinni. Þetta átakamál var nú svo til gufað upp að mínu mati fyrir löngu svo að ég skil ekki ummæli forsetans í raun.

Framundan er beitt og gott sumarþing eflaust. Það eru sautján einstaklingar að taka sæti á Alþingi í fyrsta skipti í dag en sjö þingmenn hafa verið þar áður sem þingmenn eða varamenn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu á þessu stutta en snarpa sumarþingi verði háttað og hvernig það gangi fyrir sig, miðað við hin mjög svo breyttu hlutföll í þinginu.

mbl.is Ólafur Ragnar: Ágreiningur sem klauf þjóðina í áratugi gufaði upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband