Hrafnkell A. Jónsson látinn

Hrafnkell A. Jónsson Hrafnkell A. Jónsson, verkalýđskempan mikla og öflugur forystumađur flokksstarfsins okkar fyrir austan, er látinn, ađeins 59 ára ađ aldri. Hann féll í valinn eftir hetjulega baráttu sína viđ alvarleg veikindi sem eira engu í raun. Hrafnkell kvaddi okkur of snemma, ţađ er mikill sjónarsviptir af mönnum á borđ viđ hann. Hrafnkell var mađur skođana og krafts í stjórnmálastarfi. Hann tjáđi skođanir sínar óhikađ, hvar og hvenćr sem var. Ţrátt fyrir ađ vera trúr sínum flokksgrunni hikađi Hrafnkell ekki viđ ađ fara sína leiđ, jafnvel vera ósammála forystunni.

Amma mín, Sigurlín Kristmundsdóttir, vann áratugum saman í Verkalýđsfélaginu Árvakri á Eskifirđi og var trúnađarkona ţar um langt skeiđ. Hrafnkell tók viđ félaginu skömmu áđur en hún yfirgaf Eskifjörđ og hélt norđur. Hún var kjarnakona í starfinu, sönn verkakona og öflug sínum grunni og ţekkti vel félagiđ fyrir austan. Hún talađi mjög oft um framlag Hrafnkels í verkalýđsstarfinu fyrir austan og virti ţađ mikils. Ţar var ekkert hik og ţar kom fram hennar afgerandi skođun hversu vel hann hélt á málefnum verkafólks á Eskifirđi. Ég tel hennar dóm hafa veriđ réttan. Enda leiddi Hrafnkell félagiđ um mjög langt skeiđ.

Hrafnkell var öflugur í bćjarmálunum á Eskifirđi um árabil. Hann leiddi Sjálfstćđisflokkinn ţar um langt skeiđ og var trúnađarmađur hans í starfinu og var forystumađur á vettvangi sveitarfélagsins. Ţar heyrđi ég í raun fyrst af pólitísku starfi hans og bar alla tíđ mikla virđingu fyrir ţví framlagi hans. Eftir ađ hann hélt upp á Egilsstađi til verka fyrir Hérađsskjalasafniđ hélt hann áfram sínum pólitísku verkum á nýjum slóđum og var ţar allt í öllu međan ađ heilsa og kraftar entust. Hann var formađur fulltrúaráđsins ţar um nokkuđ skeiđ og ţađ var í gegnum ţau verk sem ég kynntist honum best hin síđari ár, vegna verka minna á vegum kjördćmastarfs flokksins og í ungliđamálunum. Hrafnkell var mjög áberandi í kjördćmastarfinu allt ţar til yfir lauk.

Sérstaklega er mér minnisstćđ ferđ mín og Guđmundar Skarphéđinssonar, formanns kjördćmisráđsins, austur í janúar 2005 á fundaferđalag af hálfu flokksins međ Halldóri Blöndal. Viđ áttum ógleymanlega stund á Egilsstöđum á köldum janúardegi ţar sem Hrafnkell lóđsađi okkur um svćđin í fylgd međ Halldóri. Viđ fórum í fyrirtćki á Egilsstöđum og vinnustađi, litum á helstu málin á svćđinu. Ţađ var skemmtileg stund og mjög notalegt ađ hlusta á Hrafnkel tala um stöđu mála fyrir austan, atvinnu- og samgöngumál - í raun allt á milli himins og jarđar. Sérstaklega var gaman ađ fara í heimsókn til Ţráins í Lagarfelliđ og hlusta á ţá ţrjá félagana, Halldór og austfirsku kappana tala um stöđu mála.

Hrafnkell var mjög áberandi í sínu flokksstarfi. Hann hafđi skođanir á öllum málum og hikađi aldrei viđ ađ tjá sig. Hann lét sínar skođanir vađa og af öllum krafti, sama ţó ađ ţćr vćru ekki alltaf í flokksfarvegi né vćru sléttar og felldar eftir međalmennskunni. Hann var trúr sínu. Undir lokin var Hrafnkell farinn ađ blogga. Hann naut sín mjög vel á ţeim vettvangi. Ţađ var gaman ađ fylgjast međ honum tjá sig ţar og sem fyrr lét hann allt vađa. Ţannig var hann enda bestur. Hrafnkell var ţannig mađur ađ hann varđ ađ vera frjáls í sinni tjáningu og ţađ var bara hans eđli. Ţađ er sorglegt hversu stutt krafta hans naut viđ á bloggvettvanginum.

Ţađ eru ađeins nokkrir mánuđir síđan ađ Hrafnkell fékk dóminn mikla, veikindin urđu ljós og ţau ágerđust stig af stigi meira, ţó viss vonarglćta kćmi inn á milli. Framan af háđi Hrafnkell baráttu sína á netinu. Börnin hans, Tjörvi og Fjóla, hlúđu vel ađ honum á ţeim vettvangi og fćrđu okkur fréttir af honum lengst af. Smám saman minnkađi vonin og baráttan tók á sig ójafna mynd, en Hrafnkell barđist af krafti ţó allt til enda. Ţađ var eđli hans ađ berjast og hann gerđi ţađ svo sannarlega međan ađ stćtt var í ójöfnum og erfiđleikum leik viđ máttarvöld sem viđ ráđum ekki viđ.

Ađ Hrafnkeli er mikill sjónarsviptir fyrir okkur sjálfstćđismenn. Hann var öflugur leiđtogi flokkstarfsins fyrir austan og sinnti ţví af samviskusemi og alúđ. Síđustu samskipti mín viđ hann á flokksvettvangi voru fyrir nákvćmlega ári. Ţá vann ég í kosningabaráttunni hér á Akureyri og hann leiddi kosningavinnuna, sem alltaf fyrr, austur á fjörđum. Viđ áttum í nćr daglegum samskiptum, rćddum stöđu mála og komum skilabođum um utankjörfundaratkvćđi áleiđis, ţau atkvćđi sem oft gera kraftaverk í jafnri baráttu. Ţađ voru mjög skemmtileg samskipti og eftirminnileg.

Ég vil ađ leiđarlokum ţakka Hrafnkeli allt gamalt og gott í flokksstarfinu, sérstaklega í kjördćmastarfinu eftir sameiningu kjördćmaheildanna eftir aldamótin. Ég vil votta fjölskyldu hans innilega samúđ mína.

Guđ blessi minningu baráttumannsins Hrafnkels. 

mbl.is Hrafnkell A. Jónsson látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband