Átök á Alþingi milli stjórnar og stjórnarandstöðu

AlþingiHátíðarblærinn var ekki lengi yfir Alþingi á þingsetningardegi. Átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu hófust strax eftir að Sturla Böðvarsson var kjörinn forseti Alþingis. Stjórnarandstaðan mótmælti harðlega uppstokkun nefnda eftir verksviðum og verklagi við það ferli af hálfu stjórnarmeirihlutans. Var ansi hörð rimma á þinginu á fimmta tímanum um þessi mál.

Það er greinilegt að átakatímar eru framundan í þinginu, strax nú þegar á þessu sumarþingi. Meirihluti ríkisstjórnarinnar er reyndar svo öflugur að nú getur hann farið sínu fram á afbrigði frá þingsköpum með áberandi hætti, í krafti öflugs þingmeirihluta, og án þess að leita að nokkru leyti eftir stuðningi frá stjórnarandstöðu. Segja má því að stjórnarmeirihlutinn hafi öll völd þingsins á sinni hendi og geti farið sínu fram með þeim hætti sem hún telur bæði réttast og best. Það verður því annar bragur á þinginu og átökin verða eflaust þess þá meiri fyrir vikið.

Í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gat stjórnin ekki farið sínu fram nema að fá stuðning frá stjórnarandstöðu að hluta allavega til að fá afbrigði frá þingsköpum. Þetta sást t.d. best síðast í auðlindamálinu í marsmánuði þegar að átök voru milli aflanna og stjórnarskrárbreytingar, mjög umdeildar vissulega, stöðvust í meðförum þingsins vegna þess að stjórnarblokkin hafði ekki nægt afl til þess að keyra málið ein síns liðs í gegn. Nú er það úr sögunni. Meirihluti stjórnarinnar hefur 43 þingsæti og aðeins 20 þingmenn sitja í stjórnarandstöðu.

Það var merkilegt að sjá umræðurnar á þingi áðan en ég fylgdist með þeim í tölvunni. Þar tókust Arnbjörg Sveinsdóttir og Siv Friðleifsdóttir á sem þingflokksformenn sinna flokka og ennfremur tóku þeir Guðni Ágústsson, Kristinn H. Gunnarsson og Steingrímur J. Sigfússon höndum saman gegn ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Þetta eru merkilegir tímar í þinginu. Gamlir fjandvinir á báða bóga farnir að vinna saman og nýjir pólar að myndast.

Það stefnir allt í funheitt sumarþing og ekki verður neinn ískuldi yfir vetrarþinginu ef marka má þennan forsmekk á samkomulagið milli stjórnar og stjórnarandstöðu þegar á fyrsta degi þingstarfsins á kjörtímabilinu.


mbl.is Stjórnarandstaðan á Alþingi byrsti sig á þingsetningarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Góður punktur. Þetta er mikill meirihluti og því nauðsynlegt að stjórnarandstaðan stilli saman strengi sína. Í krafti mikils meirihluta er "allt" mögulegt. Það mun bera mikið á Guðna og Steingrími á komandi þingi. 

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband